Saga - 1981, Page 221
TRÚARLEGAR HREYFINGAR
219
voru Bjarni Jónsson og Sigurjón Jónsson sem síðar urðu stjórnar-
menn K.F.U.M.) sem hefðu getað myndað aðaldeild K.F.U.M.
Upplýsingar um atvinnu og stöðu foreldra félaganna er að
finna i aðalskránni fyrir unglingadeildina 1903. Einnig er í skjala-
safni K.F.U.M. í Reykjavík sérstök skrá yfir félaga aðaldeildar
fram í janúar 1902 sem sýnir atvinnu og stöðu foreldra.
Á þessum félagaskrám virðist vera fylgt þeirri reglu að geta um
atvinnuheiti föður ef hann fyrirfinnst, en annars um stöðu móður
og er þá oftast einungis skráð „ekkja“ eða „húsmóðir.“ í þeim
tilvikum er óhægt um vik að ráða í atvinnustöðu foreldris. Flestar
einstæðar mæður munu þó að öllum líkindum hafa verið úr
verkalýðsstétt þar sem tækifæri voru fá fyrir konur að afla sér
menntunar yfirleitt. Það virðist einnig vera venja í skrám eins og
þessum, þegar atvinnuheiti eru skráð, að verkafólk og lærlingar í
ákveðnum iðngreinum er kennt við greinina, án þess að það komi
fram hvort þeir eru faglærðir eða ekki. Þetta gerir það að verkum
að iðnaðarmannastéttin í töflunum er of fjölmenn, en verka-
mannastéttin of fámenn. Þetta gerir einnig samanburð atvinnu-
heita á listunum við atvinnuskiptingu samkvæmt manntölum
mjög erfiðan.
Tafla III. Atvinna og staða foreldra drengja í K.F. U.M. 1903.
Foreldrar Foreldrar
drengja í drengja í
unglingad. aðaldeild
KFUM KFUM
1903 1903
% %
Embættismenn o.þ.h 5 2,9 1 1,0
Kaupmenn 12 6,9 0 0
'Wifstofum., verslm., verkstj., kennarar,
skipstj. . 12 6,9 13 13,8
'ðnaðarmenn, lærlingar 43 24,6 10 10,6
^jómenn 37 21,1 12 12,8
Verkamenn, tómthúsmenn 34 19,4 29 30,8
B^ndur 10 5,7 8 8,5
Húsfrú 2 1,1 0 0
Ekkja 20 11,4 21 22,3
175
100
94 98,8102