Saga - 1981, Page 223
TRÚARLEGAR HREYFINGAR
221
drottinn hefir sett þig í. Guð heimtar, að hvereinasti afyður
gjöri skyldu sína. ísland vœntir, að hver af yður gjöri
skyldu sína. Unglingafélagið biður, að hver af yður gjöri
skyldu sína. Allir samtaka, þá er sigurinn vís.104
Friðrik virðist hafa haft unun af því að koma á skipulegu starfi á
hinum ýmsu sviðum, jafnvel í hernaðaranda, sem vel átti við
rómantískar hugsjónir drengja á þessum aldri. Hann notaði oft
hernaðarmál þegar hann setti fram hugsjónir og tilgang félagsins:
I þessum bæ erum vér umsetnir af óvinum á allar hliðar,
hersveitum sem eiga að taka oss til fanga og færa oss fjötr-
aða á vald höfuðóvinar sálna vorra. Líttu, ungur sveinn, í
kringum þig og líttu á herinn, þú hefur gott af að vita hverj-
ir óvinirnir eru. Einn af aðal hershöfðingjum óvinanna
heitir Sollur. Hermenn hans meðal annara eru iðjuleysi,
slæpingsskapur, fíflslegt hjal, gárungaháttur, hroðaskapur í
orðum og umgengni, óknyttir, strákapör og ótal fl. Fyrir
einni hersveitinni stendur sá er Áfengi heitir, og hefur sínar
leynikrár hingað og þangað og heilan sæg af freistingum
undir sér.105
hótbohaliðin hugsaði Friðrik sér sem hersveitir og Væringjasveit-
ln. sem stofnuð var nokkrum árum síðar, var einnig hugsuð í svip-
uðum anda.
Aður er getið um bindindisstarfsemi Friðriks og beitti hann sér
mJög fyrir henni innan K.F.U.M. bæði í boðun sinni og í viðræð-
Uin við menn. Skemmtilegt dæmi er um það í 7.-8. hefti blaðs
Kristilegs unglingafélags 1899 þar sem hann notar félagsblaðið til
ná sem fyrst til hinna seku:
Ottaleg svívirðing væri það, og fádæma synd, ef tveir af
fermdum félagsmönnum færu og tækju með sér ófermda
smádrengi inn í ,,port“ og drykkju bjór. Þið tveir, hverju
ætlið þið að svara guði, þegar hann spyr ykkur um þetta á