Saga - 1981, Page 228
226
PÉTUR PÉTURSSON
Hann var maður fjarskalega duglegur og vel að sér í verki
sínu, og svo trúr að hann brást aldrei í smáu né stóru. Hann
var blátt áfram, glaður og nærgætinn og sást aldrei fyrir, er
hann þurfti að hjálpa einhverjum. Þess vegna máttu hin ein-
földu orð hans sín svo mikils. Húsbóndi hans tók fljótlega
eftir hinum miklu verslunarhæfileikum hans ásamt öðrum
kostum, og setti hann því stöðugt yfir meira og meira.
Blómgun og auðsæld fylgdi öllum störfum hans... blessuð-
ust þau svo vel, að húsbóndinn, Mr. Hitchcock gjörði hann,
þrítugan að aldri, að meðeigenda að versluninni. Gifti hann
honum skömmu síðar dóttur sína. Marga furðaði auðvitað
á því, að hinn vellauðugi stórkaupmaður skyldi taka um-
komulausan mann sér fyrir tengdason, en hann vissi hvað
hann gjörði, og iðraðist þess aldrei.115
Margir þeirra sem ,,uxu upp“ í K.F.U.M. þessi fyrstu ár félagsins
virðast meira eða minna hafa fetað í þessi fótspor. Kjarninn i
félaginu laust fyrir 1920 voru einmitt menn sem höfðu unnið sig
upp í samfélaginu til auðs og valda, og voru nú atvinnurekendur
og kaupmenn. Þeir létu einnig K.F.U.M. og skyld félög njóta, að
meira eða minna leyti, ávaxtanna af velgengni sinni.
Þegar líða tók á fyrsta áratug aldarinnar breyttist að nokkru hið
jákvæða viðhorf yfirstéttarinnar í Reykjavík til K.F.U.M. Stor
hluti embættismannastéttarinnar kærði sig ekki um að börn sin
smituðust af trúarviðhorfi því sem þar ríkti. Ýmsir vildu þá heldur
að strákar sínir væru óþægir en að þeir yrðu ,,oftrúaðir.“ Allfles1 2 3 4
embættismannaþörnin hurfu úr sunnudagaskóla K.F.U.M.116 ^
þeim árum fóru að breiðast út meðal yfirstéttarinnar annars kon-
ar trúarviðhorf, svo sem spíritismi og guðspeki, sem vildu ásamt
nýju guðfræðinni mæta vísindahyggju nútímans og þörfum upp'
rennandi borgarastéttar fyrir trúræna siðfræði. Nánar verður
fjallað um þessa hreyfingu í Sögu síðar.
1. Sjá Friðrik Friðriksson: Undirbúningsárin. Rvík 1928. Bls. 298—299.
2. Ibid. Bls. 263.
3. Ibid. Bls. 145—146
4. Ibid. Bls. 283.