Saga - 1981, Page 281
RITFREGNIR
279
Það hefur oft tíðkast að gera lítið úr verkmenningu íslendinga — og
kannski með réttu (í samanburði við Eskimóa t.d.), en mér finnst hún fá
talsverða uppreisn í þessari bók. Líka er fróðlegt að sjá hvernig bjarg-
ræðisvegirnir blandast inn í andlega menningu í þjóðtrú og þjóðsögum.
Einkum er afstaða fólks til selsins merkileg og átakanleg. Fólk hefur
sýnilega löngum haft nokkurt samviskubit af því að drepa sel með öllum
þeim lævíslegu og grimmilegu aðferðum sem til þess var beitt, vafalaust af
því að það hefur fundið til skyldleika við þessa gáfuðu og músíkölsku
skepnu fremur en önnur veiðidýr. Af því stafar sjálfsagt það sem Eggert
Ólafsson talar um sem „einkennilega tilfinningu, blandna viðbjóði og
virðingu, gagnvart selnum.“ (Lúðvík, bls. 434.) Eitt merki um þessa
tilfinningu er sú trú að selveiðimaður mætti ekki éta selshjarta því að þá
hefði hann ekki hug til að rota sel upp frá þvi (bls. 436). Þarna er komin
hliðstæða við söguna um fálkann og rjúpuna, bara miklu nærgöngulli af
þvi að við eigum þar sjálf í hlut. Og enn merkilegra er kannski
sagnaminnið um selkonuna sem gengur að eiga mennskan mann af því að
hann hefur stolið selham hennar. í þeim sögum má sjá togstreitu kvenna í
karlveldi, á milli þess að ganga í hjónaband (og verða þarmeð á vissan
hátt fullgildir (kven)menn) og hins vegar að reyna að halda frelsi sínu og
sjálfi utan þess. — Hér er ég kominn langt út fyrir bók Lúðvíks, þetta er
bara dæmi um þá þanka sem lestur hennar getur vakið.
Að öðru leyti hefur bókin fyrst og fremst gildi sem safn af fróðleik. En
það vantar mikið á að þannig sé alls staðar unnið úr þessum fróðleik að
hann skili sér í bókinni í formi sem við getum kallað íslandssögu. Nú verð ég
að byrja á að svara einni hugsanlegri mótbáru. Einhver kann að segja að
bókin eigi ekki að vera íslandssaga heldur þjóðháttafræði. En ég held að
slík aðgreining sé hvorugri fræðigreininni til góðs. Þjóðháttafræði hlýtur
að leita að samhengi og niðurstöðum um þjóðfélagsveruleika ef hún vill
kallast fræðigrein, og sagnfræði má ekki sniðganga bjargræðisvegi eða
hugsunarhátt alþýðu. Það er því nokkurn veginn sama hvort við teljum
rit um þetta efni til þjóðháttafræði eða sögu, kröfurnar eru þær sömu.
Þegar ég segi að efnið skili sér ekki í formi íslandssögu á ég til dæmis
við atriði eins og það, að höfundur birtir mergð heimilda um magn og
verð, en hann gerir sárlítið að því að reikna út frá þessum stærðum, reyna
að fylla upp i eyður, alhæfa út frá stökum dæmum og búa til heildar-
mynd. Auðvitað eru þessar magnheimildir flestar þrælerfiðar
viðureignar, ónákvæmar, strjálar og ósamstæðar. En þær eru varla
nothæfar til neins ef ekki er hægt að gera sér af þeim einhverja mynd af
mikilvægi þeirra hluta í þjóðarbúskapnum sem þær fjalla um. Við
skulum taka rekaviðinn sem dæmi. Höfundur birtir heimildir sem stað-
h®fa, meira og minna afdráttarlaust, að íslendingar hafi, a.m.k. á
stundum, verið langt til sjálfum sér nógir með timbur (bls. 202, 249, 297).
Óndir þetta virðist höfundur vilja taka (bls. 291, 305). En til þess að þetta