Saga - 1981, Síða 283
RITFREGNIR
281
alþýðulíf, og þeir gera sannarlega meira en skyldu sína þegar rit þeirra ná
marki sem sagnfræði.
Við gætum auðvitað hugsað okkur þá aðferð líka að hver rannsakandi
græfi sig strax ofan í þröngt sérsvið og skilaði engu öðru en þrautunnu
fræðiriti um það. Lúðvík hefði getað skrifað rit, t.d. um timburbúskap
Islendinga, og látið öðrum eftir fjörunytjar, strandjurtir, matreka og sel.
En ég held að aðferð hans sé betri vinnubrögð, hún skili íslandssögurann-
sóknum lengra áfram. Ég fagna því verki Lúðvíks, hlakka til framhalds-
ins og óska þess að aðrir eigi eftir að feta í fótspor hans. Margt bíður sem
þyrfti að gera sömu skil: landbúnaðarhættir, vöruskiptaverslun, hand-
verk, vinnufólkssaga, fjölskyldusaga, kvennasaga.
Gunnar Karlsson.
Jón Þórðarson: ARFLEIÐ KYNSLÓÐANNA. Nokkrir
þættir íslenzkrar bókmenntasögu fram til 1750. Útgefandi:
höfundur. Reykjavík 1980. 328 bls.
Frá haustinu 1934 til ársloka 1938 var ég svo lánsamur að fá að sitja í
bekk þeim í Austurbæjarbarnaskólanum í Reykjavík, sem Jón Þórðarson
frá Borgarholti kenndi þar fyrstum á löngum ferli og farsælum. Eins og
þá var algengt, þegar skólaskyldan hófst árið sem börnin urðu 8 ára,
komum við bekkjarsystkinin flest sæmilega læs í skólann. Fór megnið af
fyrsta skólavetrinum í að æfa lesturinn, skrifa (mig minnir að við skrif-
uðum þá upp Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum, alla bókina), reikna
°g teikna eða leika okkur á annan hátt að litum eða annars konar rit-
ferum.
Minnisstæðast frá þessum vetrum í barnaskólanum eru mér þau ótöldu
skipti, þegar kennarinn sagði frá, óf saman eða endursagði gamlar sögur
°g sagnir, kryddað ljóðum og vísum, endurminningum og hverju einu,
sem fallið var til að leiða huga ungra og þakklátra áheyrenda. Þá blés
hann lífi og anda í margt, sem drepið var á í kennslubókunum, en okkur
hafði áður dulizt eða hreinlega sézt yfir. Á þann hátt sem honum einum
var lagið tókst honum að gefa okkur hlutdeild í sinni eigin ást, virðingu og
hrifningu á íslenzkri sögu, náttúru, tungu, bókmenntum eða hverju því,
sem um var að ræða hverju sinni.
Allt rifjast þetta upp fyrir mér, þegar ég les Arfleifð kynsióðanna. Hér
gefur að líta á bók það sem Jón hefur til málanna að leggja i þessari grein
að loknu ævistarfinu. Hann Ieggur í hendur eftirkomenda sinna þau