Saga - 1981, Page 284
282
RITFREGNIR
gögn, sem nægðu honum til þess að gera þessi fræði ómótstæðileg og
ógleymanleg eins og hann tilreiddi þau.
Ég undrast nú hversu vel Jón hefur verið undir það búinn þegar í upp-
hafi kennsluferils síns að vekja og glæða ást og virðingu ungra og lítt
þroskaðra nemenda sinna á íslenzkum bókmenntum. Ljóst er líka, að
hann hefur stöðugt verið að auka þekkingu sína og fylgjast með því, sem
nýtt kom fram í fræðunum. Er þó annað en auðvelt fyrir fólk í fullu starfi
að átta sig á nýmælunum, greina það sem varir frá dægurflugunum, því
að oft skortir tilfinnanlega á að sérfræðingarnir gefi almenningi kost á að
fylgjast með í fræðum sínum.
Arfleifð kynslóðanna er að sjálfsögðu ekki ætlað sérfræðingum, sem
leita nýrra sanninda eða nýstárlegrar túlkunar á gamalkunnum
fyrirbærum. En hér er á ferðinni rit, sem hlýtur að gleðja þá, sem þyrstir
eftir aðgengilegum fróðleik um íslenzkrar bókmenntir fram til 1750; og
það er til þess fallið að gagnast þeim, sem veljast til að kenna ungmennurn
að lesa, skilja og meta íslenzkar bókmenntir frá sama tíma. Er full ástæða
til að óska þeim til hamingju með þann förunaut á þeirri vegferð, sem hér
býðst.
Bergsteinn Jónsson.
Egon Hitzler: SEL — UNTERSUCHUNGEN ZUR GESCH-
ICHTE DESISLÁNDISCHEN SENNWESENS SEIT DER
LANDNAHMZEIT. Gefið út á vegum Institutt for sammen-
lignende kulturforskning af Universitetforlaget, Oslo — Ber-
gen — Tromsa, 1979, 280 bls. með myndum og uppdrátt-
um.
Þótt merkja megi nokkurn áhuga hér á landi á fornum búskaparháttum
á undanförnum áratugum, þá hefur hann fremur beinst að söfnun en
ritun, t.a.m. upplýsingasöfnun á vegum Þjóðminjasafns 1962 og 1976 og
söfnun muna og amboða á vegum ýmissa byggðasafna víða um land. Það
er því nokkur nýlunda að fá í hendur bók, sem á skipulegan og vísinda-
legan hátt tekur fyrir einn þátt í búskaparsögu okkar og gerir honum skil
eins og tilgangur verksins og heimildir leyfa og er vonandi að aðrar fylg11
kjölfarið.
Höfundur bókarinnar, ungur þýskur fræðimaður, Egon Hitzler, hóf
efnissöfnun er hann dvaldist hér á landi sem styrkþegi við Háskóla íslands
veturinn 1968/69 og notaði það efni í magistersritgerð sína við háskólann
í Erlangen-Nurnberg 1972. Árin 1974-77 starfaði hann sem sendikennari
við Háskóla íslands og notaði þá tímann til þess að endurskoða, endur-