Saga - 1981, Side 285
RITFREGNIR
283
bæta og auka við ritgerð sína. Það er árangur þess starfs sem nú liggur
fyrir.
Þar sem bókin er á þýsku og ekki fylgir neinn efnisútdráttur á íslensku
kann einhverjum að vera þökk að því að fá glögga hugmynd um efni
bókarinnar og mun ég því þýða efnisyfirlitið lauslega:
Eftir að gera grein fyrir tildrögum verksins og framgangi birtir
höfundur lista yfir heimildarmenn, heimildir og styttingar, kort
yfir landið með sýslumörkum og afmörkun þeirra svæða, sem
hann fjallar sérstaklega um og myndaskrá.
I. kafli. Grundvöllur og markmið. 1. Alþjóðlegar rannsóknir á
seljabúskap, 2. Heiti og hugtök, 3. Fyrri rannsóknir, 4. Heimildir,
vinnuaðferðir, framsetning og markmið, 5. Athugasemdir við
tæknileg atriði í sambandi við framsetninguna.
II. kafli. Selin. 1. Selhúsin, 2. Sel í hellum, 3. Seljaþyrpingar, 4.
Kvíar, 5. Sel eyjabýla, 6. Sel á eyðibýlum, 7. Breyting selja í býli.
III. kafli. Skipulag seljabúskaparins. 1. Tíðkuðust vor-, sumar- og
haustsel á íslandi? 2. Seltíminn, 3. Selfólkið, 4. Búsmalinn, 5.
Selfarir og selgötur, 6. Selflutningur, 7. Eldiviður og vatnsból.
IV. kafli. Seljabúskapur á íslandi á miðöldum. 1. Eðli og þýðing
miðaldaheimilda, 2. Heimildir frá þjóðveldisöld, 3. Heimildir frá
14. og fram á 16. öld.
V. kafli. Seljabúskapur á íslandi fram á byrjun 18. aldar. 1. Þýðing
jarðabókar Árna Magnússonar, 2. Selstöður í Húnavatns-, Skaga-
fjarðar- og Eyjafjarðarsýslum, 3. Útbreiðsla, tegundir og aldur sel-
staða, 4. Leigusel, 5. Nokkrar athugasemdir um heimildagildi
jarðabókar Árna Magnússonar.
VI. kafli. Núverandi aðstœður i Sauðadal (Hv) og nýting hans til
seljabúskapar fyrr á tímum. 1. Val rannsóknarsvæðis og
rannsóknaraðferðir, 2. Staðhættir og elstu menjar um nýtingu, 3.
Skipting landsins og tilkall til selstaða, 4. Heimildir frá miðöldum
og jarðbók Árna Magnússonar, 5. Tegundir selstaða og tíma-
bundnar sveiflur í seljabúskapnum, 6. Niðurstöður.
VII. kafli. Upphaf, þróun og hvarf seljabúskapar á Islandi. 1.
Upphaf seljabúskapar á landnámsöld, einkenni hans á fyrstu
öldum íslandsbyggðar, 2. Seljabúskapur og eignaraðild að landi á
þjóðveldisöld, 3. Athuganir á eignaraðild á síðmiðöldum, 4. Um
sveiflur og hnignun seljabúskapar á íslandi, 5. Niðurlagning
seljabúskapar á íslandi og tilraunir til þess að endurvekja hann og
glæða nýju lífi.
VIII. kafli. Yfirlit og útsýn. 1. Umræður um hugtök, 2. íslenski