Saga - 1981, Page 286
284
RITFREGNIR
seljabúskapurinn sem sögulegt fyrirbæri, 3. íslenski seljabú-
skapurinn og nútíminn.
Viðauki. 1. Seljabúskapurinn á íslandi um aldamótin 1900 —
dagleg störf, 2. íslenskt/þýskt orðasafn um seljabúskap, 3.
Athugasemdir.
Tilgangurinn með verkinu er að koma þekkingunni um seljabúskap á
íslandi á fastan grundvöll og varpa ljósi yfir þennan þátt íslenskrar
menningarsögu, eins og þegar hefur verið gert í nágrannalöndum okkar i
Skandinavíu og reyndar sunnar og austar í Evrópu einnig. Þar hafa
mikil verk um þetta efni verið gefin út á þessari öld og lætur höfundurinn
í ljós undrun á því, að hið sama skuli ekki hafa verið gert á íslandi. Hann
kennir því um, að hér á landi var seljabúskapurinn að heita má algjörlega
horfinn um aldamótin og farið að fenna í sporin, þegar áhugi á þessu
vaknaði í Skandinavíu á millistríðsárunum vegna þess að búskaparhættir
þar voru óðum að breytast og selin að týna tölunni. (Skv. land-
búnaðartalningunum norsku voru ca. 26.400 sel í notkun 1939, 13.700
1959 og 6.100 1969. Það eru nokkrar líkur á því að fjöldi þeirra hafi vaxið
á undanförnum árum, vegna þess að með vegalögnum eru selin orðin
aðgengileg vélum og þar með hefur opnast möguleiki á seljabúskap 1
nútímalegri mynd, þ.e. afurðirnar eru sóttar á bílum jafnóðum og fluttar
í mjólkurbú til vinnslu og víðlendir heiðarflákar eru notaðir til beitar og
heyöflunar. Kongsvik 1979).
Það gefur að skilja, að aðstæður til rannsókna eru allt aðrar hér á landt
en í Skandinavíu, þar sem fjöldi manns hafði lifandi reynslu af selslífi og
hægt var að fara í smiðju til þeirra og rannsaka selslífið í fullum gangi-
Sumir höfundanna höfðu m.a. sjálfir reynslu af selsstörfum eins og
t.a.m. Lars Reinton höfundur undirstöðuritsins Sœterbrukel í Noreg T
III (Osló 1955-61), sem var selssmali í ungdæmi sínu. Myndin verður þvi
ólíkt fyllri og blæbrigðaríkari en hér á landi, þar sem styðjast verður við
tilviljanakenndar ritaðar heimildir og frásagnir heimildarmanna sem
ýmist hafa óljósar minningar um selsdvöl í bernsku eða byggja 3
frásögnum eldra fólks.
Það er enginn vafi á því, að seljabúskapur skipti í eina tíð miklu máli
hér á landi. Um það vitnar hinn mikli sægur orða í málinu, sem á rætur
sínar að rekja til hans, örnefnaforðinn og seljarústir víða um land. Með
hjálp þeirra auk margskyns ritaðra heimilda, munnlegra heimilda og vett-
vangsrannsókna reynir höfundur að draga upp mynd af þróuninni fra
fyrstu tið og fram á þennan dag. Helstu ritaðar heimildir frá miðöldum
eru máldagar, kaup- og gjafabréf og dómar i fornbréfasafninu auk
Landnámu, íslendingasagna og lögbókanna. Frá síðari tímum er jarðabók
Árna Magnússonar og Páls Vídalíns drýgst. Ferðabækur og íslands-
lýsingar frá 18. og 19. öld veita einnig mikinn fróðleik einkum um líf*^