Saga - 1981, Page 287
RITFREGNIR
285
og störfin í seljunum, sömuleiðis ritgerðir, sem skrifaðar voru á síðari
hluta 18. aldar og um aldamótin 1900 til þess að reyna að blása nýju lífi í
seljabúskapinn. Sýslulýsingar byggðar á spurningalistum Bók-
menntafélagsins 1839-1873 gefa nokkra innsýn í ástandið á 19. öldinni og
svör við spurningalista Þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns 1962 um
fráfærur varpa nokkru ljósi yfir síðasta skeið seljabúskapar hér á landi
um aldamótin síðustu. Allar þessar heimildir hefur höfundur hagnýtt sér af
stakri samviskusemi og útsjónarsemi, því að það er ekki auðvelt að hamra
saman svo ólíka og sundurleita málma svo að úr verði samloðandi blanda.
Efninu er þannig raðað, að eftir inngang þar sem gerð er grein fyrir til-
gangi, stöðu rannsóknanna bæði hér og erlendis, heimildum, vinnu-
aðferðum og helstu vandamálum er fjallað um selin og lifið og störfin í
seljunum í tveimur köflum (II. og III.) Leitað er fanga til allra tiltækra
heimilda frá fyrstu tíð og er megintilgangurinn að komast að eðli og
sérkennum íslensks seljabúskapar. í IV.-VII. kaflaer hins vegar leitast við
að rekja sögu seljabúskaparins og gera grein fyrir útbreiðslu og þýðingu
hans. í síðasta kafla er hann settur í alþjóðlegt samhengi, dregnar
niðurstöður og bent á lifandi leifar eftir þessa horfnu búskaparhætti í
nútímanum.
Það bindiefni, sem heldur þessari rannsókn uppi og gerir hana eitthvað
annað en samtíning fróðleiksmola frá ýmsum tímum er notkun höfundar
á jarðabók Árna Magnússonar. í III kafla er t.a.m. athyglisverð tilraun
til þess að meta vinnuálag í seljunum. Með því að bera saman búsmala
(mjólkandi kýr og ær) skv. jarðabókinni á allmörgum bæjum með sel við
npplýsingar um búsmala á nokkrum bæjum á síðari hluta 19. aldar fæst
sú niðurstaða, að fjöldi áa hefur vaxið mjög miðað við kýr og þar með
hefur vinnuálagið vaxið og erfiðleikar og kostnaður í sambandi við
hjúahald.
Enn mikilvægari verður jarðabókin í sambandi við rannsóknina á þró-
un og útbreiðslu seljanna. Þótt höfundur hafi farið yfir alla jarðbókina og
feiknað út hlutfallið milli selstaða og býla í þeim sýslum, sem jarðabókin
tekur yfir (meðaltalið reyndist 23 af hundraði og munurinn á sýslum frá
cu- 10 af hundraði í Rangárvalla- og Eyjafjarðarsýslu upp í rúmlega 50 af
hundraði í Dalasýslu) þá hefur hann ekki gert nákvæma rannsókn á land-
'ttu í heild, heldur valið úr svæði, sýslurnar Húnavatns-, Skagafjarðar- og
Eyjafjarðarsýslu, til nákvæmrar athugunar og samanburðar við eldri og
yngri heimildir (V. kafli). Forsendan fyrir valinu er sú að eftir athugun á
hllum gögnum í fornbréfasafninu kemur í ljós að úr þessum sýslum hafa
varðveist fleiri skjöl um selstöður en í öðrum sýslum (IV. kafli). Til
samanburðar fyrir tímabilið eftir skráningu jarðabókarinnar þrengir
hann enn valið og tekur fyrir Sauðadal í Húnavatnssýslu á milli Vatnsdals
°8 Svínadals (VI. kafli). Elsta heimild um selstöðu þar er máldagi
^jaltabakkakirkju frá 1318, en skv. heimildarmönnum var síðast haft þar