Saga - 1981, Page 288
286
RITFREGNIR
í seli aldamótaárið eða 1904. Fjölmargar seljarústir eru í dalnum og hefur
höfundur því getað rakið sögu seljanna frá miðöldum og fram á þennan
áratug, síðasta spottann á göngu um dalinn með staðkunnugum heim-
ildarmönnum og ljósmyndavél sér við öxl.
Með þessari aðferð gefur höfundur hugmynd um umfang selja-
búskapar í upphafi 18. aldar, en ekki beinlínis um útbreiðslu hans, gefur
dæmi um það hversu langt aftur og fram má rekja sögu sumra selja og
sýnir fram á að breytingar hafa átt sér stað í eignaraðild, nýtingarrétti,
staðsetningu o.fl. Nokkra hugmynd um útbreiðslu selja gefur hins vegar
kortið á bls. 93, sem sýnir bæjarnöfn með nafnliðnum se/eftir heimildum
frá 19. og 20. öld. Það er þó langt frá því að öll kurl séu komin til grafar
þar. Auk þess sem gera má ráð fyrir að aðeins brot af seljunum hafi orðið
að býlum má reikna með að bæjarnöfn séu ekki einhlít vitni (sbr. bæjar-
nafnið Stardalur). Sel urðu að býlum ekki þar sem þau voru flest endilega
heldur þar sem landkostir voru bestir. Á suðurkjálkanum, þar sem sel
voru tiltölulega mörg er t.a.m. ekkert bæjarnafn sem vitnar um slikan
uppruna. Ennfremur má benda á að ekki eru talin býli sem komin voru i
eyði um miðja 19 öld. Vísbending um það hvert helst sé að leita ef menn
vilja kynna sér útbreiðslu selja hér á landi gefur kortið á bls. 260.
Hverjar eru svo niðurstöður höfundar? Miðaldagögnin eru fyrst og
fremst skjöl sem kveða á um eignar- eða nýtingarrétt, máldagar, kaup- °g
gjafabréf, dómar. Þau ná yfir 5 aldir, frá 1140-1570, og sýna að selstöður
hafa lotið sömu reglum og hlunnindi, þannig var hægt að selja, gefa eða
leigja selstöðu og kom oftast ítak fyrir ítak. Á grundvelli þessa er selj-
unum skipt í fjórar tegundir, þ.e. 1. sel í heimalandi, sem mun vera það
upprunalega, 2. sel í sel- eða seljalandi, á eigin jörð, en fjarri heimalandi,
3. réttindi eða ítak í landi annarrar jarðar, 4. leigusel. Fyrsta örugga
dæmið um það er frá 16. öld. Máldagarnir spegla ástand, sem er býsna
stöðugt, en hvernig koma aðstæður í upphafi 18. aldar heim og saman við
aðstæður á miðöldum? Samanburður sýnir að þótt rekja megi réttindi til
selstöðu langt aftur í miðaldir þá hafa þó miklar breytingar átt sér stað.
Samanburðurinn við Sauðadal gefur til kynna að sveiflur hafa átt ser
stað. Seljabúskapur í byrjun 18. aldar er sýnilega í afturför. Af 1^8
selstöðum sem nefndar eru í sýslunum þremur eFu 70 niðurlagðar.
Sauðadal voru sel tekin upp aftur á 18. og 19. öldinni bæði á gömlum sel-
stöðum og nýjum. Það er því ekki rétt að hugsa sér langvarandi samfelld3
hnignun. Hins vegar er heldur ekki hægt að draga of miklar ályktanir ut
frá þessum gefnu aðstæðum. Ennfremur hefur rannsóknin á þessu
takmarkaða svæði leitt í ljós að ekki eru öll kurl komin til grafar í jarða-
bókinni. Höfundur bendir á dæmi um það, að ekki hafi öll sel komist a
blað. Enn ein afleiðing af niðurstöðunum úr Sauðadal er sú, að ekki er
hægt að óathuguðu máli að gera ráð fyrir því að se/-örnefni speglt a