Saga - 1981, Side 290
288
RITFREGNIR
eftir annað sú hugsun, hvort ekki megi draga upp blæbrigðaríkari mynd
með samanburði á þeim heimildum, sem Egon Hitzler hefur af svo mikilh
alúð dregið fram í dagsljósið og staðháttum í ýmsum landshlutum. Vissu-
lega væri líka fengur að uppgrefti á einhverjum seljarústum. Rannsóknir
á örnefnum, þjóðsögum og munnmælum tengdum seljum gætu einnig
varpað ljósi yfir þennan þátt í menningarsögu okkar. En hvað sem því
líður þá verður ekki annað sagt en að Egon Hitzler hafi með bók sinni
rennt traustum stoðum undir þær niðurstöður, sem Jónas Jónasson fra
Hrafnagili (1961) og Þorvaldur Thoroddsen (1908-22) voru búnir að setja
fram fyrr á öldinni.
Vandað hefur verið til bókarinnar bæði frá höfundarins hendi og for-
lagsins. Hún er prentuð á myndapappír og prýdd fjölda mynda og upp-
drátta. Skýringamyndir hafa flestar birst í eldri ritum íslenskum, en ljós-
myndir af seljarústum víðs vegar um land eru flestar teknar af höfundi.
Sumar þeirra, t.a.m. á bls. 65 og 254 eru heldur dökkar og erfitt að átta
sig á þeim. Óskandi hefði verið, að höfundur hefði notað sér meira
hæfileika sína sem pennateiknari, sem eru augljósir á myndunum á bls.
41, 185 og 186. Uppdrættir eru nokkrir í bókinni og hefði mátt kosta
meiru til þeirra sumra hverra, einkum er það bagalegt, að hið
athyglisverða kort á bls. 260 af örnefnum í Hvammshreppi í Vestur-
Skaftafellssýslu er næstum ólæsilegt. Öll fræðileg útgerð bókarinnar er til
fyrirmyndar, listar yfir heimildarmenn og heimildir skýrir og veluppsettir.
Tilvitnanir í eldri íslenskar heimildir eru á íslensku en þýddar á þýsku.
íslensk/þýski orðalistinn er eflaust fengur bæði fyrir íslenska og erlenda
lesendur. Prófarkalestur er í góðu lagi og hirði ég ekki um að tína til þser
örfáu og saklausu prentvillur, sem ég hef rekist á.
Það ber þó að harma, að ekki skuli fylgja bókinni útdráttur á íslensku,
en þess er vart að vænta því að ekki fannst nokkur íslenskur útgefandt.
Mér finnst ástæða til að varpa fram þeirri spurningu, hvort ekki sé eitt-
hvað bogið við það, hvernig við íslendingar verjum fé okkar, þegar við a
velmegunar- og velferðaráratug eins og þeim 8. höfum ekki efni á því að
standa fyrir útgáfu á verki, sem erlendur maður hefur samansett af elju og
kostgæfni um veigamikinn þátt í menningarsögu okkar, lagt á sig erfU1
málanám og setið sleitusetur yfir torræðum heimildum. Að vísu er
nokkur raunabót, að verkið er gefið út með fjárstyrk úr Vísindasjóði.
En úr því að leita þurfti út fyrir landsteinana eftir útgefanda þá er ve
að Institutt for sammenlignende kulturforskning í Osló skyldi taka að ser
að gefa það út. Þessi stofnun tók rannsóknir á seljabúskap á verkefnaskra
sína 1928 og hefur síðan gefið út mörg og stór verk um efnið, einkum fr*
Noregi, en einnig frá öðrum löndum. Verkið, sem hér hefur verið ti
umræðu, er hið síðasta í röðinni og ég fæ ekki betur séð en það sómi ser