Saga - 1981, Síða 291
RITFREGNIR
289
vel í þeim félagsskap og
útgefanda einkar þakklátir.
Franzén, Gösta 1964:
Jónas Jónasson 1961:
megum við íslendingar vera höfundi og
Laxdælabygdens ortnamn, Uppsala.
íslenzkir þjóðhættir. Gefin út af Einar Ól.
Sveinssyni, 3. útg., Reykjavík.
Kongsvik, Ragnar 1976: Framtidsutsiktene for seterdrifta. í: Skáden,
Steinar et al. (ritstj.) Et bygningmilje i fare,
Landbruksforlaget, Oslo, bls. 43-54.
Reinton, Lars 1946: Sæterbruk pá Island i norron tid og seinare.
í: Festskrift til Arne Bergsgaard, Trondheim.
Lýsing íslands I-IV, Kaupmannahöfn.
Lundi í maí 1981
Guðrún Ólafsdóttir.
Þorvaldur Thoroddsen
1908-22:
Gunnar F. Guðmundsson: EIGNARHALD Á AFRÉTT-
UM OG ALMENNINGUM. Sögulegt yfirlit. Ritsafn
Sagnfræðistofnunar 4, 1981.
Þegar menn ætla sér að rita um eignarhald á afréttum og almenningum,
er þeim allnokkur vandi á höndum, ef ritgerð þeirra á ekki að gera efninu
temandi skil. Skal ritgerðin vera sagnfræðileg eða lögfræðileg? Ég hygg,
að vonlaust sé að skrifa slíka ritgerð öðruvísi en að sagnfræðingurinn leiti
að einhverju leyti til lögfræðinnar og öfugt. Skil milli fræðigreina eru
ekki algild og óbreytanleg frekar en önnur mannaverk.
Höfundur bókarinnar, Gunnar F. Guðmundsson cand.mag., segir i
'nngangi, að markmið sitt sé að kanna, hvernig eignarhaldi á afréttum og
nlrnenningum hafi verið háttað fyrr á öldum svo og hvernig þessi eignar-
féttur sé til orðinn. Einnig ætlar hann að greina frá því, hvernig viðhorfin
t>l þessa eignarréttar hafa breyst, en láta lögfræðileg álitamál liggja á milli
hluta. Höfundur kemst vissulega ekki hjá því að minnast á lögbækur og
lög og varpa jafnvel fram hálögfræðilegum kenningum. En einhver mörk
Verður að setja ritgerðinni og tekst honum bærilega að halda sig innan
>.sagnfræðilegra“ marka. Kemur þetta einkum fram, er hann fjallar um
afrétti kirkna og tilurð þeirra svo og í kaflanum um almenninga. Hins
Vegar er hann fullspar á að nefna dóma, þótt ekki væri nema til yfirlits.
Slikur kafli hefði eins átt heima í ritinu og VII. kaflinn, „Gögn og gæði
afféttanna.“
Bókinni er skipt í 10 kafla, upphaflega samda sem sjálfstæðar ritgerðir,
en síðan steypt saman í eina heild. Framsetning efnis kann alltaf að vera