Saga - 1981, Síða 293
RITFREGNIR
291
afdráttarlausa kenningu í jafnviðkvæmu máli og eignarráð á landi er,
kenningu sem gengur þvert gegn skoðunum margra hinna merkustu
fræðimanna.
Eitt minniháttar atriði setur nokkurn skugga á þessar hugleiðingar.
Höfundur vitnar á tveimur stöðum til dóms, sem gekk að Skarði á Landi
þann 25. júní 1476, á bls. 41 og bls. 106, þar sem einnig er vitnað til dóms
Hæstaréttar frá 1955. Hefði höfundur að skaðlausu mátt benda strax á
þetta atriði.
Höfundur ræðir um afréttareign kirkna og setur fram kenningu um til-
urð hennar. Hann fjallar einnig um það, hvernig kirkjur reyndu að sölsa
undir sig landsvæði, þótt grundvöllur eignarráða þeirra hafi einungis
verið itaksréttur. Hvernig sá réttur varð til getur einmitt haft þýðingu í
dómsmáli, er skera þarf úr um eignarhald manna, sbr. Hrd. XLII, bls.
1137. Það sem höfundur upplýsir um tilvik slíkra eignarréttinda hlýtur að
hvetja menn til enn frekari rannsókna á þvi, hvernig farið sé eignarráðum
á kirkjujörðum og þeim lendum, sem seldar hafa verið undan þeim.
Höfundur hvetur sjálfur til þessara rannsókna, og er niðurstaða hans
athyglisverð borin saman við áðurnefndan Hæstarréttardóm.
I VI. kafla fjallar höfundur um tengsl hreppaskipunar og afrétta og
einnig um kaup hreppa á afréttum. í þessu sambandi hefði verið eðlilegra
að fjalla um landnámið frekar en að ræða það í lokakafla bókarinnar.
Um þennan kafla er fátt að segja, ekkert nýtt kemur þar fram, og er
honum frekar ætlað að benda á tengsl afrétta og hreppa.
Hugleiðingum höfundar um, hvort kirkjujarðir skyldu falla undir 23.
grein stjórnarskrárinnar 1874 sýnist ofaukið, og þær hugleiðingar, sem
koma á eftir um kaup hreppa á beinum eða óbeinum eignarrétti er endurtekning á
undangengnum kafla. Hins vegar er kafli höfundar um landnámið mun
athyglisverðari, og hefði hann mátt eyða meira rými i umfjöllun um það
°g ræða þá almennt um þær réttarhugmyndir, er landnámsmenn höfðu
kynnst.
VII. kafla bókarinnar um gögn og gæði afréttanna hefði alveg að
skaðlausu mátt sleppa. Hann upplýsir á engan hátt frekar um eignarráð á
afréttum og almenningum, og í kaflanum um raforku og jarðhita er farið
langt út fyrir efni á heiti bókarinnar. Þar er fjallað um eignarhald land-
e*genda almennt á jarðhita tugi metra niður í jörðu og birt kort um
virkjanlegt vatnsafl og háhitasvæði. Slíkar frásagnir eiga ekkert skylt við
efni bókarinnar, þótt jarðhiti finnist á afréttum.
Áður hefur verið minnst á tengsl almenninga og afrétta. í VIII. og IX.
^nfla bókarinnar er nákvæmlega að þeim vikið. Eru kaflarnir allglöggir
yfirlits, og tengsl íslensks réttar og norsks eru höfundi vel kunnug. Þessir
kaflar eru engan veginn jafn tilþrifamiklir og kaflarnir um afrétti.
^lhyglisverð er þó niðurstaða höfundar bls. 102, en þar segir: „Eftir því
Sern næst verður komizt, var ekki gerður greinarmunur á beinum eignar-