Saga - 1981, Page 294
292
RITFREGNIR
rétti á landi í Grágás og Jónsbók, og ekkert bendir til þess, að menn hafi
numið land til afnota, en skilið landið sjálft eftir eigendalaust. Ef menn
áttu itak í landi var tekið skýrt fram, um hvers konar ítak var að ræða, en
ítak var ævinlega í eignarlandi. ítak átti ekkert skylt við eignarrétt á
landinu sjálfu í hugum landnámsmanna. Það er lögfræðilegur skilningur,
sem er síðar til kominn, að ítak í landi jafngildi óbeinum eignarrétti á
landinu.“
Til er sú kenning, að afnotaréttur til afrétta og almenninga hafi verið
til orðinn fyrir einhvers konar afnotanám. Virðist höfundur hafna þeirri
kenningu í ofangreindri tilvitnun, en nauðsynlegt er að hann rökstyðji
þessa skoðun sína enn frekar.
X. kafli bókarinnar er nefndur Niðurlag. Er hann allsundurlaus og
fjallað er þar um hin ólíklegustu atriði. Hefði verið eðlilegra að höfundur
gerði annars grein fyrir hinum einstöku efnisþáttum eins og vikið hefur
verið að áður.
Hver raunverulega eigi afrétti og almenninga er brennandi spurning i
dag. Eitt slíkt mál bíður nú úrlausnar Hæstaréttar. Er viðbúið að mörg
slík mál komi upp á næstunni. Á sjálfsagt eftir að reyna á hin sögulegu
rök. Á Alþingi og úti í þjóðfélaginu hafa farið fram umræður um þessi
mál. Er skemmst frá að segja, að þar hefur tilfinningablossi villt hinum
bestu mönnum sýn. Þessi bók Gunnars F. Guðmundssonar er mikið
framlag til þeirrar umræðu, er á næstu árum mun fara fram um þessi
mál. Á höfundur þakkir skildar fyrir bók sína.
Magmis K. Hannesson.
BRÉFABÓK ÞORLÁKS BISKUPS SKÚLASONAR-
Þjóðaskjalasafn íslands gaf út. (Heimildaútgáfa Þjóð-
skjalasafns I.) Reykjavík 1979. XLVI + 352 bls.
Gjafir þær, sem Jórunn Jónsdóttir frá Nautabúi í Skagafirði afhenti
Þjóðskjalasafni íslands til minningar um son sinn, Ingvar Stefánsson
fyrrum skjalavörð, hafa borið ávöxt með útkomu Bréfabókar Þorláks
Skúlasonar biskups á Hólum (1628-1656), en útgáfan er helguð minningu
Ingvars.
Það er vissulega fagnaðarefni, að á vegum Þjóðskjalasafns skuli vera
hafin útgáfa sagnfræðilegra heimildarrita. Vel er við hæfi, að bréfabók
Þorláks biskups var valin fyrst, því eins og Bjarni Vilhjálmsson segir í fot'
málsorðum er hún framhald Bréfabókar Guðbrands biskups Þorláks-
sonar(Rv. 1919-1942), sem upphaflega var ætlað að kæmi sem 16. bindi
Islenzks fornbréfasafns. Útgáfa sagnfræðilegra rita í þessum flokki hefur
legið í dvala langa hríð hér á landi og má minna á, að minnis-og