Saga - 1981, Qupperneq 299
RITFREGNIR
297
BRÉF TIL JÓNS SIGURÐSSONAR. Úrval. 1. bindi.
Bjarni Vilhjálmsson, Finnbogi Guðmundsson og Jóhannes
Halldórsson önnuðust útgáfuna. Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs og Þjóðvinafélagsins. Reykjavík 1980. IX + 179 bls.
Arið 1911, þegar minnzt var aldarafmælis Jóns Sigurðssonar, voru fáir
athafnasamari og hugmyndaríkari en forráðamenn Hins íslenzka bók-
menntafélags, og fór vel á því. Meðal annars annaðist félagið þá útgáfu á
vænu bindi sýnishorna af bréfum þessa fyrrverandi forseta síns. Þarna er
að finna 232 bréf til 40 viðtakenda. Sama ár birtist í Andvara „Bréf frá
Jóni Sigurðssyni til fulltrúa hins íslenzka Þjóðvinafélags“ (bls. 22-50).
Árið 1933, um það bil sem Þjóðvinafélagið lauk útgáfu hinnar miklu
ævisögu Jóns (5 bindi) eftir þáverandi forseta sinn, Pál Eggert Ólason,
kom út hjá Bókadeild Menningasjóðs „nýtt safn“ bréfa Jóns, 130 bréf til
14 viðtakenda, þar af 9, sem ekki voru bréf til í bindinu frá 1911. Telst svo
til, að þetta sé ríflega helmingur þeirra bréfa Jóns, sem varðveitzt hafa í
islenzkum söfnum. Varðveitt bréf frá Jóni eru þó næsta fá, sé borið
saman við þann mikla fjölda bréfa til hans, sem hann hélt vandlega saman
°g nú eru ýmist í handritasafni Landsbókasafns eða Þjóðskjalasafni.
Losa þau 6000 og eru frá um 870 aðilum.
Þessar upplýsingar, sem nú voru raktar, er að finna í formála þeirrar
bókar, sem er tilefni þessa spjalls. Rétt er og að taka fram, að það var
Þorleifur H. Bjarnason menntaskólakennari, sem sá um útgáfur þessar að
mestu eða öllu leyti.
Nú er hafizt handa um að birta almenningi sýnishorn þeirra bréfa, sem
Jóni bárust ár eftir ár í stríðum straumum til Kaupmannahafnar frá
ættingjum, vinum, samherjum, aðdáendum — eða bara þeim sem þurftu
að fá einhvern til þess að reka erindi fyrir sig í höfuðstað kóngsins,
heiman af íslandi.
Ekki er mér ljóst hversu vel útgáfa sem þessi sækir um þessar mundir að
lesendum og kaupendum rita um íslenzkan fróðleik. Einkabréfa-
tttarkaðurinn kann að vera mettaður í svipinn, einkum ef ekki er boðið
UPP á meira krassandi efni en hér er viðrað. Hinir mætu bréfritarar eru
nefnilega hver öðrum orðvarari og frábitnir því að tala ógætilega eða
ögrandi um menn eða málefni.
Kunnastur hinna fjögurra bréfavina Jóns, sem hér koma við sögu, er án
aHs efa Sveinbjörn Egilsson rektor og skáld. Fylla bréf hans 54 af 153 bls.,
sern bréfin taka, eru 36 talsins, hið elsta frá sumrinu 1834, yngsta frá 3.
ttt^rs 1852, en Sveinbjörn dó í ágúst það ár.
Eins og kunnugt er, var Sveinbjörn einhver mætasti lærdómsmaður