Saga - 1981, Page 303
RITFREGNIR
301
Bretar aukinn áhuga á íslandi. Ísland og Færeyjar voru „einu svæðin á
Norðurlöndum, þar sem brezki flotinn gat hugsanlega framfylgt hafn-
banninu á Þýskaland með beinum aðgerðum, þ.e. með því að stöðva skip
og leita í þeim.“ Bretar urðu hins vegar að reyna að ná samkomulagi við
hin Norðurlöndin um að draga úr eða stöðva vöruútflutning til Þýskalands
(bls. 9). Afskipti Breta af íslandsmálum hófust fyrst að marki árið 1915.
Bretar sendu hingað ræðismann, Eric Grant Cable, þegar árið 1914 og
skyldi hann senda breska flotamálaráðuneytinu upplýsingar um ferðir
óvinaskipa í námunda við ísland, viðkomu þeirra í hérlendum höfnum,
og gera viðvart ef „óvinir Breta hygðu á umsvif á íslandi“ (bls. 15).
Fljótlega eftir komuna hingað varð Cable mjög áhrifamikill og náði
starfssvið hans langt út yfir það sem tilgreint er hér að framan. Réðst
þetta að verulegu leyti af því að Bretar höfðu áhyggjur af því að íslenskar
vörur væru seldar til Þýskalands og þeim umskipað í Danmörku. Talsvert
hafði verið selt af íslenskum fiski til Þýskalands um Norðurlönd árin 1914
og 1915 (bls. 44). Þetta vildu Bretar koma í veg fyrir, enda höfðu þeir
sjálfir mikla þörf fyrir innflutning á ferskum fiski. Þá óttuðust Bretar að
ull og hestar á fæti, sem seldir voru héðan til Danmerkur, væru ætlaðir
Þjóðverjum. Gerðu þeir sitt ítrasta til að koma í veg fyrir að þessi varn-
ingur lenti í höndum óvina sinna. í desember 1914 gerðu þeir upptæka í
hafi tvo farma af íslenskum hestum (bls. 23-24), og í júlí 1915 var Gullfoss
stöðvaður á leið til Danmerkur og snúið til Bretlands, þar sem hald var
lagt á 100 sekki af ull úr farmi hans (bls. 27-29).
Arið 1915 hertu Bretar til muna eftirlit með siglingum skipa hlutlausra
bjóða á Atlantshafi. Þetta var liður í hertum hafnbannsaðgerðum þeirra
gagnvart Þjóðverjum. Beittu Bretar nú óspart því vopni að hóta að taka
fyrir kolasölu til skipaeigenda í hlutaðeigandi ríkjum, nema þeir féllust á
ákveðin skilyrði, m.a. að skip þeirra kæmu við í breskum höfnum, þar
sem farmur þeirra yrði kannaður (bls. 31). Reyndist þetta vopn hið
öflugasta í viðskiptastríðinu og fengu íslendingar að kynnast því. Árið
'915 urðu Bretar æ afskiptasamari um utanríkisverslun landsins og
hnúðu íslendinga til að fallast á náið eftirlit með siglingum til og frá
landinu. Þetta var eins konar undanfari þess að Bretar buðu íslendingum
fll viðræðna um viðskiptamál árið 1916, án milligöngu Dana, en vegna
sambands landanna áttu allar slíkar viðræður að fara fram með
öálligöngu danska utanríkisráðuneytisins. íslendingar gerðu í kjölfar
tessara viðræðna, sem fóru fram í Lundúnum, viðskiptasamning við
^teta sem gilti til 1918, þegar að nýju var samið við Breta og nokkra
helstu bandamenn þeirra. Viðskiptasamninga þessa birtir Sólrún í
v>ðaukum II og III í bók sinni, hvorttveggja enska frumtextann og
'slenska þýðingu (bls. 102-125).
Sólrún gerir ítarlega grein fyrir samskiptum íslenskra og breskra
stjórnvalda vegna þessara mála og afstöðu Dana til þeirra. Sveini