Saga - 1981, Page 304
302
RITFREGNIR
Björnssyni var falið að greina Dönum frá því að íslendingar hygðust
semja beint við Breta um viðskiptamál árið 1916, en þegar þeim varð ljóst
hvað í samningnum fólst, mótmæltu þeir harðlega. Mótmæli þeirra voru
á flestan hátt eðlileg með tilliti til þess að þeir gerðu sér grein fyrir að
samningurinn mundi hafa í för með sér samdrátt í verslun og viðskiptum
ríkishlutanna. Þetta kom og á daginn. Þegar árið 1916 tóku Bretar stöðu
Dana sem helstu kaupendur íslensks vamings og hélst svo til stríðsloka.
Innflutningur til íslands frá Bretlandi dróst hins vegar saman síðustu tvö
stríðsárin vegna stóraukins innflutnings frá Bandaríkjunum (sjá viðauka
I, bls. 100-101). Þá hygg ég að Danir hafi óttast viðbrögð Þjóðverja við
samningnum, sem mátti túlka sem fráhvarf frá hlutleysisstefnu.
Þessi viðskipti við Breta og sú reynsla sem íslendingar fengu í meðferð
utanríkismála sinna á styrjaldarárunum, urðu til að losa um samskipti
íslands og Danmerkur og áttu vafalaust sinn verulega þátt í að efla
„sjálfstæðiskennd íslendinga,“ eins og Sólrún kemst að orði. Hún bendir
og á að þótt Danir færu með utanríkismál okkar eftir 1918, hafí
íslendingar haldið ,,því aukna sjálfstæði í viðskiptamálum sem þeir
höfðu náð á styrjaldarárunum" (bls. 97). Sólrún kemst og að þeirri niður-
stöðu og færir að henni rök, að Bretar hafi hvorki haft áhuga á að auka
ítök sín hérlendis að stríðslokum né hafi þeir á nokkurn hátt viljað spilla
sambandi íslendinga og Dana (bls. 78). Þó telur Sólrún að Bretar hafi
veitt íslendingum „óbeina hvatningu í sjálfstæðismálinu með því að
bjóða þeim til samninga án milligöngu Dana“ (bls. 98).
Árið 1919 hélt Cable héðan af landi og var ekki sendur hingað aftur.
Viðskipti Breta við íslendinga á styrjaldarárunum höfðu verið þeini
hagfelld. Þeir komu í veg fyrir að íslenskar útflutningsvörur kæmust i
hendur Þjóðverja, keyptu þær sjálfir á hagstæðu verði, en tryggðu
íslendingum nauðsynlega innflutningsvöru á markaðsverði 1916, en
slökuðu nokkuð á hvað varðar síðasttalda atriðið 1918. Sólrún gerir mjög
skilmerkilega grein fyrir hinum opinberu samskiptum ríkjanna þessi ár.
Bretar vildu láta líta út fyrir að þeir semdu við íslendinga á jafnréttis-
grundvelli, en hún dregur glöggt fram hvernig þeir beittu valdi til að
beygja íslendinga að vilja sínum, þegar þeim svo bauð við að horfa. Þetta
á ekki einungis við um utanríkisverslun og siglingar, heldur hlutuðust þeir
einnig til um innanríkismál, þegar þeir fengu því framgengt að tveimur
starfsmönnum vitamálaskrifstofunnar voru fengin önnur störf og
forstjóra gasstöðvarinnar í Reykjavík var vikið úr starfi vegna meints
stuðnings við Þjóðverja (bls. 69-72). Cable kom hér á framfæn
bæklingum, blaðagreinum og kvikmyndum, sem ætlað var að vinna
íslenskan almenning á band Breta í styrjöldinni.
Þótt Sólrún bindi umfjöllun sína að mestu við hin opinberu samskipti
íslands og Bretlands, hygg ég að rétt hefði verið að gera nánari grein fynr
aðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna styrjaldarinnar. Hún víkur