Saga - 1981, Qupperneq 308
306
RITFREGNIR
þetta: Sá áróður kommúnista, að Bretar ásældust landið og íslenskir
stjórnmálamenn væru í vitorði með þeim, átti sér enga stoð í raunveru-
leikanum. Heimildirnar sýna að íslendingar áttu eðlileg og vinsamleg
skipti við bresk stjórnvöld, en ekkert umfram það.4 Landráðabrigsl
Einars Olgeirssonar í garð framsóknarmanna og jafnaðarmanna falla því
dauð. Hér er raunar komið að atriði, sem lýtir bókina, en það er
tilhneiging Einars til að gera mönnum upp alvarlegustu sakir á röngum
forsendum. Ráðamenn Framsóknarflokks og Alþýðuflokks vildu
auðvitað, eins og allir sem lifðu í islenskum veruleika, skipta á vörum við
Breta og taka fé að láni í Lundúnum, ef það var talið hagkvæmt og ekki
buðust betri kjör annars staðar. Þetta heitir á máli Einars ,,að styðja
breska yfirdrottnunarstefnu“.
Sannast sagna þurfti ekki að opna stjórnarheimildir til að sjá við þeim
áróðri kommúnista, sem Einar Olgeirsson rifjar að nokkru upp í bók
sinni. Eitt rekst þar á annars horn, svo að allt fellur um sjálft sig. Hér
verður fyrst að gæta að samhenginu í áróðrinum. í hálfa öld hafa
kommúnistar og sósíalistar haldið því fram, að stjórnvöld versluðu með
landið og helgustu réttindi þjóðarinnar. Ein elsta og kynlegasta
þverstæðan í þessum málflutningi var sú, að „samkeppnin um að selja
landið“ hefði hafist með samningi þeim, er veitti þjóðinni sjálfstæði og
fullveldi. Nú lætur Einar Olgeirsson hugann reika til þess tíma, er ,,við
íslendingar fögnuðum fullveldinu“ (bls. 18). En kommúnistum var
sannarlega ekki fögnuður í huga, er þeir minntust þess, að burgeisastéttin
„sveik [sjálfstæðisbaráttu alþýðunnar] 1918 með bræðingnum við danska
auðvaldið".5 Burgeisar létu þó ekki þar við sitja að sögn kommúnista. A
næstu tveimur áratugum áttu stjórnvöld hvað eftir annað að hafa selt
landið í hendur Breta og Þjóðverja, jafnvel með nokkurra vikna fresti.
Ýmsar spurningar vakna um þessa dularfullu ,,landsölu“. Hvers vegna
voru svo tíð ,,eigendaskipti“ á landinu og gæðum þess? Voru
,,burgeisarnir“ íslensku ef til vill klókari en ætla mætti af bók Einars,
tókst þeim að pranga íslandi mörgum sinnum inn á sama kaupandann?
Eða voru þessar endalausu fullyrðingar um ,,landsölu“ aðeins staðfesting
á þvi, að salan hefði aldrei farið fram nema í hugum kommúnista?
Einar svarar þessari spurningu óafvitandi í bók sinni. Þar kemur fram,
að 1. desember 1938 var þjóðin enn sjálfstæð þrátt fyrir ægivald „breska
imperíalismans“ og áratuga samkeppni burgeisa við að selja landið, gögn
þess og gæði. Einar greinir frá því, að þennan dag hafi hann lagt það til,
að íslendingar leituðu tryggingar Breta, Frakka, Bandaríkjamanna og
Sovétmanna á sjálfstæði sínu og hlutleysi. Með þessari tillögu sneru
kommúnistar við blaðinu. Bretaveldi, ,,höfuðóvinurinn“ (bls. 41), átti að
tryggja sjálfstæði þjóðarinnar fyrir ágangi Hitlers-Þýskalands. Það var
viðeigandi, að Einar skyldi leggja þetta til á fullveldisdaginn, þegar 20 ár
voru liðin, frá því að burgeisastéttin átti að hafa ofurselt landið Dönum-1