Saga - 1981, Qupperneq 309
RITFREGNIR
307
einu vetfangi höfðu kommúnistar í reynd ómerkt orð sín um ósjálfstæði
þjóðarinnar. Lesandinn hlýtur að spyrja: hafði „sjálfstæðisbaráttan
nýja“ verið háð við vindinn?
„Þögn um marga hluti“, segir Milovan Djilas, auðkennir sagnfræði
marxtrúarmanna. Einar Olgeirsson segir frá því, að kommúnistar hafi
1937 bent á leið til að frelsa þjóðina „úr greipum breska fjár-
málavaldsins“. Þeir hafi viljað leita viðskipta og lána í mörgum öðrum
löndum svo sem Svíþjóð, Sovétríkjunum og Bandaríkjunum (bls. 51).
Þetta er rétt, svo langt sem það nær, en Einar þegir um þau úrræði, sem
Kommúnistaflokkurinn vildi beita fyrir miðjan áratuginn. Þá var það
talið fyrir öllu að beina viðskiptum íseldninga í austurveg, og Einar ritaði
í Rétt:
Allt, sem Sovét-ísland gæti framleitt fengi þar [í Sovét-Rússlandi]
viðtöku, og i té yrði látið á móti allt, sem sigrandi verkamenn og
smábændur íslands til sjávar og sveita þyrftu.6
Þetta var líka snar þáttur í málflutningi sósíalista eftir stríð, þótt Einar
vilji varla gangast við því.
En víkjum aftur að kreppuárunum. Það liggur í augum uppi, að
nýfrjáls smáþjóð, sem barðist í bökkum, átti miklu færri kosta völ í
viðskiptum en Einar Olgeirsson vildi vera láta 1937. Landsstjórnin leitaði
að sönnu eftir viðskiptum við flestar þær þjóðir, sem Einar nefnir í bók
sinni. Henni varð þar talsvert ágengt, þó að viðskiptasambandið við Breta
héldi gildi sínu fyrir íslendinga. Meðan þjóðin var að koma undir sig
fótunum og afla sér fulls sjálfstæðis, átti hún afkomu sína að miklu leyti
undir þessu sambandi við Breta. Það var því gæfa þjóðarinnar, en ekki
ógæfa, að hún skyldi halda viðskiptatengslum sínum við Bretaveldi, er
kreppan reið yfir.
III.
Einar getur ekki þess, sem meira máli skiptir en stefna kommúnista í
viðskiptamálum á fjórða áratugnum öndverðum. Ef marka mætti bók
hans, var Kommúnistaflokkur íslands eins konar þjóðræknisfélag, sem
e*nnig sinnti verkalýðsmálum. Einari láist með öllu að skýra lesendum frá
því, hvernig háttað var stjórn flokksins og hvaða sess hann ætlaði íslandi
' framtíðinni. Hann getur þess hvergi, að Kommúnistaflokkur íslands var
einungis deild í Alþjóðasambandi kommúnista, Komintern, sem stjórnað
var með harðri hendi af einvaldinum Jósep Stalín. Hann minnist ekki
heldur á það, að stefnan, sem íslandsdeild Komintern fylgdi í utanríkis-
niálum íslendinga, var ákveðin í Moskvu eins og stefna hennar í öllum
helstu málum. Hann hefur hljótt um það, að félagar í deildinni, sem hann
segir, að hafi verið allra manna þjóðhollastir, litu ekki á ísland sem
föðurland sitt. Þeir töldu sig utanrikismenn í þessu landi, sem