Saga - 1981, Síða 314
312
RITFREGNIR
inn hafði sem áður segir skipað sér í þá fylkingu 1939 og hagaði
,,sjálfstæðisbaráttu“ sinni samkvæmt því, þ.e. vann bandamönnum allt
til óþurftar, sem mátturinn leyfði. Það er missögn Einars, að sósíalistar
hafi aldrei gert neitt, sem „gæti torveldað þeim [Bretum] baráttuna við
nasista" (bls. 96). Sósíalistar drógu í reynd taum Þjóðverja á íslandi á
tímabili griðasáttmálans. Þeir ljóstruðu upp um samkomulag íslendinga
og Breta um viðskipti og hafnbannseftirlit. Þeir kröfðust þess, að
íslendingar héldu áfram viðskiptum við Hitlers-Þýskaland og mótmæltu,
þegar ríkisstjórnin tók fyrir veðurfregnir til Þjóðverja. Þeir fordæmdu
hernám Breta m.a. með þeim rökum að það mundi „leiða hungrið yfir
Evrópu“, (öxulveldin hétu „Evrópa“ á þessum tíma).16 Einar segir, að
sósíalistar hafi ekki skorið á símalínur breska hersins, en þeir höfðu líka
annað og meira fyrir stafni. Þeir ráku hatramman áróður gegn hernum og
reyndu að egna þjóðina gegn Bretum, sem þá stóðu einir gegn ofurvaldi
Hitlers. Þeir kröfðust þess, að islenskum skipum yrði bannað að flytja
fisk til Bretlands og hældu sér af því að hafa stöðvað flutningana vorið
1941. Þeir töldu ,,[e]kkert handtak," sem unnið var fyrir breska herinn í
stríðinu gegn Hitler „þjóðinni í hag“; setuliðsvinnan var ,,glæpsamleg“
að þeirra dómi.17 „Dreifibréfsmálið,“ sem leiddi til handtöku Einars, var
af sömu rót og viðleitni erlendra kommúnista við að skapa upplausn og
óróa í herjum og hergagnaiðnaði bandamanna. Einar segir, að i
fangavistinni í Bretlandi hafi hann kynnst breskri alþýðu, „hreysti hennar
og hugprýði í þeim háska, sem henni var þá [1941] búinn.“ En kaldhæðnis-
legt er, hvernig Einar stofnaði til kynna við alþýðu Bretlands.
Hér hefur verið fyllt upp í eyður í frásögn Einars af „sjálfstæðisbarátt-
unni“ á þeim árum, þegar lýðræðið barðist fyrir tilveru sinni. Einar
fordæmir þjóðstjórnina fyrir að hafa „vingast við hernámsliðið" (bls. 95),
en sú fordæming á engan rétt á sér í ljósi sögunnar. Við vitum nú, hvað i
húfi var á þessum árum, þegar ógnir Buchenwalds og Gúlags vofðu yfif
öllum þjóðum Norðurálfu. íslendingar áttu þá sjálfstæði sitt og frelsi
undir þeirri baráttu, sem Bretar háðu gegn ofureflinu. Lýðræðissinnar
hljóta því ævinlega að telja þjóðstjórninni það til ágætis, að hún skildi
þetta og lagði sitt af mörkum í baráttunni.
VI.
Þegar Einar segir frá herverndarsamningi Bandaríkjamanna og íslend-
inga 1941, er engu líkara en samfylking Hitlers og Stalíns hafi aldrei rofn-
að, því að hann er við sama heygarðshornið í afstöðu til herverndarinnar
og á tímum griðasáttmálans. Sú var þó tíð, að Einar var ákafasti
formælandi þess, að íslendingar styrktu tengsl sín við Bandaríkjamenn.
Hann lagði það til fyrstur manna, að íslendingar kölluðu á Banda-
ríkjaflota sér til varnar og tækju upp samvinnu við Banda-