Saga - 1981, Side 318
316
RITFREGNIR
Bandaríkjaher treysti flokksmönnum í Sósíalistaflokknum best til hvers
kyns starfa. þ.á m. leyniþjónustu, enda voru þeir ólatir við að liðsinna
hernum.24 Um allt þetta er Einar Olgeirsson hljóður.
VII.
Því langorðari er Einar um ,,lífskjarabyltingu“ stríðsáranna. Hann
telur ,,byltinguna“ einkum að þakka sósíalistum, sem hafi komið því til
leiðar, að allt kaupgjald í landinu var stórhækkað. Með þessu móti hafi
íslendingar komist yfir mikið fé í dölum og pundum, þar eð bandamanna-
herirnir hafi þá verið helstu vinnuveitendur landsins. Það hafi verið
launatekjur fremur en ágóði af útflutningi, sem gerði íslendinga ríka þjóð
á ófriðarárunum. Einar miklar hér fyrir sér þátt setuliðsvinnunnar, og
hann gerir ekki heldur fulla grein fyrir afleiðingum kaupgjalds-
baráttunnar. Þess er fyrst að gæta, að kaupið hækkaði um-
fram það, sem íslenskir atvinnuvegir gátu borið við venjuleg skilyrði.
Atvinnuvegirnir hefðu ekki haldið velli nema því aðeins, að Islendingar
höfðu tök á því að hækka verðið á útflutningsafurðum sínum. Það er
fjarri lagi, sem Einar heldur fram, að bresk einokunarfyrirtæki hafi ráði
verðlaginu. Megnið af útflutningnum var lengst af selt fyrir meðalgöngu
breskra og bandarískra stjórnvalda, sem voru íslendingum eftirlát vegna
afnota af landinu. íslendingar réðu einnig miklu um fiskframboð í
Bretlandi og gátu því haft drjúg áhrif á verðlagið þar. Þannig myndaðist
eins konar hringrás í íslensku efnahagslífi: verkalýðsfélögin knúðu fram
launahækkanir, útflutningsgreinarnar hækkuðu afurðaverð, peninga-
magn í umferð jókst, og verðbólgan magnaðist. Þetta kallaði aft-
ur á nýjar kauphækkanir, og hringrásin hélt áfram ár eftir ár.
íslendingar fluttu út verðbólguna, ,,lífskjarabyltingin“ var „fyrst og
fremst á kostnað hernámsveldanna", eins og Einar Olgeirsson komst að
orði í blaðaviðtali.25 Sósíalistaflokkurinn stjórnaði kjarabaráttunni, og
því má ljóst vera, að enginn íslenskur stjórnmálaflokkur átti jafnríkan
þátt í því og sósíalistar að gera afkomu íslendinga háða vesturveldunum-
Það hæfir þeim því illa að fordæma ríkisstjórnir sjötta áratugarins fynf
að gera sér ,,landvarnarvinnuna“ að tekjulind.
Einar lítur svo á með réttu, að stríðsgróðinn hafi eflt efnahag Is-
lendinga. En hér kemst hann enn í mótsögn við fornar og nýjar röksemdir
sínar. Sósíalistar höfðu sem áður greinir spáð því, að sjálfstæðið glataðist
ef breskur og bandarískur her settist að í landinu. Öfugt við þennan
spádóm hafði féð, sem fjandaherinn reiddi af höndum fyr'r
hernámsframkvæmdir, orðið helsta stoð sjálfstæðisins, aflgjaf'
,,lífskjarabyltingarinnar“ og nýsköpunarstjórnarinnar. Þar við bættist
afrakstur af fisksölunni til Bretlands. Hana höfðu sósíalistar reynt að
stöðva 1940-41 með þeim rökum, að Þjóðverjar sökktu fiskiskipunum og
Bretar greiddu fyrir fiskinn með sterlingspundum, sem tapa mundu öllu