Saga - 1981, Page 319
RITFREGNIR
317
verðgildi í stríðslok. Ef farið hefði verið að ráðum sósíalista á tímum
griðasáttmálans, hefði lítið fé verið tiltækt til nýsköpunarinnar, sem
Einar telur hugverk sitt, enda þótt allir stjórnmálaflokkarnir hafi verið
ákveðnir í því á ófriðarárunum að nota stríðsgróðann til að endurnýja
framleiðslutækin og fjölga þeim. Ein þverstæðan til viðbótar situr eftir i
huga lesandans: Samsærið gegn þjóðfrelsinu styrkti þjóðfrelsið!
VIII.
Einar telur, að frá striðslokum hafi flest snúist til hins verra á íslandi,
„undanhald og niðurlæging“ hafi tekið við af „lifskjarabyltingu og þjóð-
frelsissigrum.“ í lýðræðisflokkunum þremur vildu menn starfa áfram
með vesturveldunum i varnarmálum og viðskiptum, en sósíalistar töldu
landvarnir af hinu illa og vildu fara aðrar leiðir í viðskiptum. Einar rekur
þessar deilur og segir m.a. frá því, hvernig sósíalistar hugðust tryggja lífs-
kjörin, sem Islendingar höfðu náð með því að flytja út verðbólguna. Þar
víkur hann að höfuðvanda íslenskra stjórnmálamanna á fyrstu árunum
eftir styrjöldina. Þann vanda telur hann, að íslendingar hefðu getað leyst
með viðskiptum við Ráðstjórnarríkin. Ráðstjórnin stofnaði til slíkra
viðskipta 1946, og Einar hallast að því, að þannig hafi hún ætlað að efla
áhrif sín hér á landi. Ekkert er líklegra en að þetta hafi legið að baki, og
orð Einars herða á því. En hvað um framhaldið, hvers vegna lögðust
viðskiptin við Ráðstjórnarríkin af 1948? Einar staðhæfir, að það hafi
verið vegna þess, að ríkisstjórn íslands hafi eyðilagt viðskiptin af ráðnum
hug. Gefur hann í skyn, að stjórnin hafi verið að ganga erinda Banda-
ríkjamanna, sem stundað hafi efnahagslegan hernað gegn ráðstjórninni.
Með því að taka fyrir viðskiptin austur hafi stjórnin verið að selja landið í
hendur Bandaríkjamanna bæði efnahagslega og hernaðarlega. Þessi
kenning Einars fær ekki staðist. Landstjórnendum var það kappsmál að
halda viðskiptum við Ráðstjórnarríkin, og þeir reyndu allt sem þeir máttu
til þess að svo mætti verða. Fyrir þessu eru traustar heimildir, þ.á m.
skýrsla undirrituð af fulltrúa sósíalista í samninganefndinni, sem fór til
Moskvu 1947. Bandaríkjamenn stóðu ekki í veginum fyrir viðskiptum
austur. Þeir veittu íslendingum undanþágu frá þeim ákvæðum Marshall-
hjálparinnar, sem takmörkuðu viðskipti við austantjaldslöndin, enda
voru íslenskar afurðir ekki af því tagi, sem Bandaríkjamenn töldu til
hernaðarnauðsynja. Þetta stendur skýrum stöfum í skjalaútgáfu banda-
ríska utanríkisráðuneytisins, sem Einar vitnar víða í máli sínu til stuðn-
ings.26
Hvers vegna skar ráðstjórnin á viðskipti sín við íslendinga? Gerum ráð
fyrir því eins og Einar Olgeirsson, að Kremlverjar hafi boðið íslendingum
hagstæðan viðskiptasamning 1946 til að koma í veg fyrir, að þjóðin
skipaði sér flokk með vesturveldunum. Þegar frá leið, hlaut ráðstjórninni