Saga - 1981, Page 320
318
RITFREGNIR
að verða það ljóst, að henni hafði mistekist þetta ætlunarverk sitt, enda
hrökkluðust sósialistar úr stjórn 1947. Eftir það gátu Kremlverjar ekki
séð neina ástæðu til að hygla íslendingum, grundvöllur viðskipta var
brostinn frá þeirra sjónarmiði séð. Einar viðurkennir þetta hálft í hvoru,
því að annað veifið lætur hann að því liggja, að viðskiptin hafi stöðvast
vegna þess, að íslendingar hafi tekið stefnu í utanríkismálum, sem var
andstæð hagsmunum ráðstjórnarinnar. Þessi skýring er tvímælalaust nær
sanni en hin, að íslendingar hafi ekki viljað versla við Rússa.
Það má skilja á Einari að hann hefur ætlast til þess, að ríkisstjórn
íslands verslaði við Ráðstjórnarríkin upp á þeirra annarlegu kjör.
Stjórnin hefði átt að semja sig að vilja Kremlverja og þiggja að launum
verslunarfríðindi. Einar og félagar stefndu að því að koma hér á
sósíalisma að austrænni fyrirmynd, og þess vegna voru þeir óðfúsir að
opna landið fyrir áhrifum ráðstjórnarinnar á þessu sviði sem öðrum. Það
var liður í ,,sjálfstæðisbaráttunni“ að gera landið efnahagslega háð
Kremlverjum; ,,líftaugina“ kallaði Einar þessi viðskipti síðar.27 Þessi
afstaða sósíalista til austurviðskipta var rökrétt miðað við þeirra
stefnumið. Öðru máli gegndi hins vegar um þá flokka, sem aðhylltust
vestrænt þjóðskipulag og vildu verja það fyrir ágangi sovéska
heimsveldisins. Frá þeirra sjónarmiði séð gat það ekki samrýmst
hagsmunum þjóðarinnar að versla við ráðstjórnina með utanríkis- og
öryggismál, þótt að sönnu hafi þeir viljað öll venjuleg viðskipti við
sovétmenn eins og aðrar þjóðir. Þrátt fyrir allar hrakspár sósíalista tókst
flokkunum þremur að tryggja og bæta þau lífskjör, sem landsmenn
höfðu náð á ófriðarárunum. Þessi árangur var ekki síst því að þakka, að
íslendingar tóku þátt í efnahags- og stjórnmálasamvinnu vestrænna ríkja.
í skjóli fríverslunar hefur utanríkisverslun íslendinga síðan eflst og
dafnað, þótt stundum hafi blásið á móti.
En átti þjóðin annars kostar völ á fyrstu árunum eftir styrjöldina?
Hefði ráðstjórnin viljað halda við ,,lífskjarabyltingunni,“ gegn því að
íslendingar slitu samvinnu sinni við vesturveldin? Einar er bersýnilega á
þeirri skoðun, og hann harmar sem áður segir að íslendingar skyldu ekki
velja þá leið. Þó hefur reynslan sýnt, að engin þjóð er öfundsverð af ÞV1
að eiga ráðstjórnina að ,,vini.“ Má ætla, að þær þjóðir, sem best hafa
kynnst Kremlverjum, mundu telja það mesta óráð að sækjast eftir vináttu
þeirra. Það hlýtur ennfremur að teljast óraunhæft af Einari að halda, að
Ráðstjórnarríkin geti undir eðlilegum kringumstæðum selt íslendingutn
margvíslegan og vandaðan neysluvarning. Þarf ekki að fjölyrða um fram-
leiðslu neysluvara þar eystra. Einar nefnir það til stuðnings sínu máli, að
hingað hafi verið flutt inn mikið af slíkum vörum, eftir að ráðstjórninni
þóknaðist að taka upp viðskipti við íslendinga 1953. En hann lætur þess
ekki getið, að versluninni var beint til Ráðstjórnarríkjanna með innflutn-
ings- og gjaldeyrishöftum, sem hann segir sjálfur, að hafi átt að forðast