Saga - 1981, Qupperneq 321
RITFREGNIR
319
með nýsköpuninni. Eftir að íslendingar fengu frelsi til að velja sér vörur,
dró úr innflutningi að austan. í raun og veru hefur Einar ekkert við
stjórnvöld að sakast í þessu efni nema það, að þau veittu neytendum
valfrelsi. Þeir, sem þess óska, geta verslað við Ráðstjórnarríkin og gripið
hin gullnu tækifæri, sem Einar telur, að fjandsamleg stjórnvöld hafi látið
ónotuð.
IX.
Þegar Einar lýsir samskiptum íslendinga og Bandaríkjamanna eftir
styrjöldina, kemst hann oft í mótsögn við sjálfan sig líkt og í lýsingunni á
,,bresku hættunni.“ Nefnum dæmi. Á bls. 342-43 segir svo:
Bandaríkjamönnum hefur þótt Keflavíkursamningurinn setja sér
of þröngar skorður... Eftir að hann [þ.e. varnarsamningurinn
1951] er gerður, er ekki annað að sjá en Bandaríkjamenn hafi
fengið ótakmarkað svigrúm til þess að athafna sig hér á landi.
Ef flett er á bls. 360, segir á hinn bóginn:
Stefna Bandaríkjaauðvaldsins er að gera ísland að sterkasta vígi
sínu gagnvart Evrópu eins og lega þess býður upp á. Það ætluðu
þeir strax að gera 1945....Síðan hefur það orðið að hopa og láta sér
ísland nægja sem njósnastöð um tíma, en takmarkið er hið sama
og fyrr: ísland sem albrynjað herskipa og flugvélalægi og
kjarnorkuskotpallur, strax og Evrópa væri orðin rauð að áliti
bandarísku heimsvaldasinnanna.
Lesandinn hlýtur að spyrja: fengu Bandaríkjamenn „ótakmarkað svig-
rúm“ hér á landi 1951 eða urðu þeir ,,að hopa“, og eiga þeir enn eftir að
ná takmarki sinu?
Svo virðist stundum sem Einar treysti sér ekki til að ganga með öllu
fram hjá heimildum og dragi örlítið í land miðað við málflutning sósíalista
á árunum eftir stríð. Hann gerir sér a.m.k. á köflum grein fyrir því, að
takmark Bandaríkjamanna var að tryggja sér hernaðaraðstöðu í landinu, en
ekki að sölsa það undir sig eins og sósíalistar héldu fram. Hann segir um
foringja lýðræðisflokkanna, þeir „kunnu ekki við að selja sig“ (bls. 356).
Sósíalistar hafa þó löngum lýst þessum mönnum sem viljalausum
málaliðum, ólánsmönnum eða óþokkum, sem svíkja vildu sjálfstæði
þjóðarinnar. Nú segir Einar um Bjarna Benediktsson, að hann hafi verið
einlægur lýðræðissinni, sem hafl umfram allt viljað varðveita fullveldi
íslands. Aðdáunin á Ólafi Thors og Hermanni Jónassyni leynir sér ekki,
enda átti Einar ágætt samstarf við þá báða. En fyrr en varir ná gömlu
öfgarnar yfirhöndinni í frásögninni. Einar skilur við andstæðinga sína
með því að nefna þá „landsölumenn", „landsölulýðinn", „skósveina",
>>ameríska erindreka“, „hernámsmennina“, „vitstola menn.“
Við höfum gagnrýnt þær forsendur sem Einar notar til að fella þyngstu
áfellisdóma yfir samtíðarmönnum sínum. Ekki tekur betra við, er hann