Saga - 1981, Side 331
RITFREGNIR
329
Nú hleyp ég yfir og kem að grein Bergsteins Jónssonar, „Staðnæmst í
Rauðárdal,“ sem er þriðji og síðasti hluti (hinir 1975 og 77) af ágripi Berg-
steins af dagbókum Jóns Jónssonar frá Mjóadal, sem alls er rúmar 100
siður. Þetta er fyrst og fremst birting efnis úr óprentaðri heimild og á sér
nokkrar hliðstæður í Sögu. Þannig eru þrjú stutt efnisatriði í Sögu 1977,
önnur en mið-þáttur Bergsteins, sem að kjarna til eru frumbirting merkrar
heimildar. Bréf Valtýs Guðmundssonar til Skúla Thoroddsen 1974 og 75 (í
útgáfu og með skýringum Jóns Guðnasonar) eru á lengd við allt ágrip
Bergsteins, og 1975 birti Saga líka þýðingu af óprentuðu skjali. Nú er, satt
að segja, erfitt fyrir tímarit að sinna heimildabirtingu svo að vel fari. Best
er að eiga við einstaka stutta texta, sem eru nógu mikilvægir til að birting
þeirra sé öðrum þræði frétt, og sé nokkuð við þá haft í samningu inngangs
og skýringa; um slíkt eru ágæt dæmi í Sögu 1977. Dagbækur Jóns frá
Mjóadal eru greinilega mjög skemmtileg og fróðleg heimild, en af þeirri
tegund sem erfitt er að vinna til neins konar útgáfu. Bergsteinn kýs að
stikla á dagbókinni ár frá ári, vefa saman tilvitnanir, endursögn og eigin
athugasemdir, og láta fjölbreytni og smáskemmtilegheit dagbókarinnar
njóta sín sem best. Þetta vinnur Bergsteinn ágætlega; útkoman verður
furðu-læsileg, þó í lengsta lagi fyrir Sögu, því framhaldsefni er henni ekki
hentugt, og ekki aðgengilegt til leitar upplýsinga um sérstök efni. Ég sé ekki
í hendi mér að annað verklag hefði verið farsælla, né að Saga hefði endi-
lega átt að hafna þessu efni, en hófs skyldi hún gæta í birtingu rúmfrekra
frumheimilda, láta þær a.m.k. ekki nema meirihluta meginmálsins eins og
1975.
Nú á ég þess eins ógetið sem jafnan hefur verið meginefni Sögu, þ.e.
frumsamdar rannsóknarritgerðir um íslenska sögu. Árgangurinn 1980 er í
•engsta lagi, um 380 síður, en aðeins helmingur lagður undir slíkar rit-
gerðir. (Grein Sigurgeirs er auðvitað rannsókn líka, og úrvinnsla Berg-
steins að sínu leyti og raunar fleira af því sem þegar er talið, en fellur þó í
aðra efnisflokka, eftir því sem ég lít á.) Saga hefur verið að lengjast, var
alls um 220 síður 1972—74 og 250 síður 1975—78, fór fyrst yfir 300 síður
1979 og nálgast nú 400 síður. Hér þarf trúlega, kostnaðar vegna, að stinga
v>ð fótum. Um leið er þörf að flýta enn útgáfutímanum (og skal þó ekki
vanþakkað hvað áunnist hefur, að hún kemur nú seint á réttu ári en ekki á
miðju því næsta), helst fram í september, til að Saga sé vel á undan jóla-
bókaflóðinu, flytji þá ritdóma um bækur sem enn teljast nýjar, fái prentun
á ódýrum tíma, dreifing hennar falli utan annatíma afgreiðslunnar, og
hentugt sé að nota útkomutíma hennar til að auglýsa aðrar útgáfubækur
^ögufélags á árinu. Stjórn á þessu tvennu, útgáfutíma og lengd, verður
Varla náð nema með því lagi, sem er jafn-ergilegt fyrir höfunda og það er
ritstjórum hentugt, að eiga eitthvert efni á lager sem ákveðið sé á síðustu
stundu hvort sett sé inn eða geymt til næsta árs.
Hlutur rannsóknarritgerða í efni Sögu var í lágmarki 1974—75, en frá