Saga - 1981, Síða 335
RITFREGNIR
333
efldist svo sem raun ber vitni. Öllum mun þó bera saman um að hinar
nýju siglingaleiðir til fjarlægra heimsálfa, nýjar vörutegundir, sem frá
þeim fluttust og stóraukið fjármagn í umferð hafi skipt miklu meira máli
fyrir framvindu sögunnar heldur en hver maðurinn var, sem fyrstur sigldi
þessar leiðir.
Annað gott dæmi má nefna í þessu viðfangi, en það er úr sögu siðskipt-
anna. í umfjöllun sinni um siðskiptin leggur höfundur allt of mikla
áherslu á að segja frá einstökum siðskiptamönnum, en gerir að mínu mati
of litla grein fyrir því, hverju var í raun og veru breytt, af hverju siðskipt-
in urðu og til hvers þau leiddu.
Fleiri dæmi mætti nefna um þetta sama. í köflunum Habsborg gegn
Valois, bls. 127-143, og Trúarstrið í Frakklandi, bls. 174-187 er allt of
miklu rúmi varið til þess að segja frá einstökum mönnum og þætti þeirra í
leiknum og sama gildir um kaflana um Spán og Rússaveldi. Þá er kaflinn
Menningarsaga siðskiptaaldar að mestu leyti saga einstakra skálda og vís-
indamanna. Svipað gildir um þáttinn um Norðurlönd, hann er fyrst og
fremst stríðs- og kóngasaga.
Einn þáttur sögunnar hefur nær algjörlega orðið útundan hjá höfundi,
en það er félagssagan, saga hins almenna borgara. Frásögnin er svo bundin
við kónga og afreksmenn, að engu er líkara að lestri loknum en þetta
fólk hafi verið eitt í heiminum. ,,Alþýðan“ er að vísu nefnd stöku sinn-
um, en lesandinn fær litla sem enga hugmynd um, hvernig venjulegt fólk
lifði lífinu, hvernig það bjó, hverju það klæddist, hvað það hafði sér til
matar, eða hver kjör þess voru. Eru þó heimildir um þessa þætti nægar
frá þessu tímabili.
Eitt atriði enn verður ekki komist hjá að gagnrýna: Á titilblaði segir:
Mannkynssaga 1492-1648. Evrópusaga væri tvímælalaust réttara því lítið
sem ekkert er fjallað um aðrar álfur en Evrópu og þar sem þeirra er að
einhverju getið er það nær eingöngu til þess að lýsa athöfnum Evrópu-
manna þar. Verður því þó ekki neitað að lönd í öðrum álfum áttu sér
merkilega sögu á þessu tímabili og sums staðar, t.d. í Afríku, varð koma
Evrópumanna sem rothögg á merkileg menningarsamfélög.
Hér hefur nú verið talið upp ýmislegt, sem að dómi undirritaðs er að-
finnsluvert. Hinu er ekki að neita að ritið hefur sér ýmislegt til ágætis. í
því er að finna margvíslegan fróðleik, sem lítt eða ekki hefur áður komist á
Prent á íslensku, og það er vel samið. Frásögn höfundar er lipur og læsileg
°g nálgast það oft að mega kallast spennandi. Ætti það að geta gert bók-
ina aðgengilega fyrir skólafólk og aðra þá, sem fyrst og fremst vilja lesa
>>eitthvað skemmtilegt,“ en er ósýnna um staðreyndaupptalningu og
fræðilegar vangaveltur. Víða nýtur launfyndni nafna míns sín vel og er
ijóst að hann hefur haft lúmskt gaman af ýmsum tiltekum þeirra, sem frá
er sagt.