Saga - 1981, Síða 339
HÖFUNDAR EFNIS
337
Gunnar Benediktsson, f. 9. okt. 1892, d. 26. ágúst 1981. Hann lagði fyrir
sig margvísleg störf, var prestur, verkamaður, ritstjóri, kennari og rithöf-
undur auk þess sem hann tók mikinn þátt í stjórnmálum og var tíður
fyrirlesari í ríkisútvarpinu. Hann var mikilvirkur rithöfundur og liggur
eftir hann fjöldi bóka um hin fjölbreytilegustu efni, en á ritvellinum vakti
hann fyrst athygli á sér með snjöllum blaðagreinum og ritgerðum. Meðal
bóka hans um sögulegt efni eru Saga þín er saga vor (1952), ísland hefur
jarl (1954), Snorri skáld í Reykholti (1957) og Sagnameistarinn Sturla
(1961). Gunnar skrifaði ævisögu sína, sem kom út í fjórum bindum,
Stungið niður stílvopni (1973), Stiklað á stóru (1976), í flaumi lífsins
fljóta (1977) og Að leikslokum (1978).
Gunnar Karlsson, sjá Sögu 1979, bls. 287.
Harald Gustafsson, f. 1953. Fil. kand. frá Stokkhólmsháskóla 1976
(sagnfræði, bókmenntafræði, kennslufræði). Nám við Háskóla íslands
1976-1977 (íslensku). Vinnur nú að doktorsritgerð um stjórnsýslu og
ákvarðanatöku á íslandi á 18. öld. Greinar um sagnfræðirit í Historisk
tidskrift (Svíþjóð), þ. á m. „Islándsk medeltid. Gamla och nya
perspektiv“ (1980:4). Einnig hefur hann birt greinar um íslenskar fagur-
bókmenntir og viðtöl við íslenska rithöfunda í sænskum blöðum og
tímaritum.
Helgi Skúli Kjartansson, sjá Sögu 1976, bls. 232.
Jón Þ. Þór, sjá Sögu 1976, bls. 232.
Magnús K. Hannesson, f. 1955. Stúdent frá Menntaskólanum við Tjörn-
ina 1975 og lauk lögfræðipróft frá H.í. 1980. Lokaverkefnið fjallaði um
eignarhald á afréttum og almenningum. Hóf framhaldsnám í alþjóðleg-
um verzlunarrétti við háskólann i Exeter á Englandi haustið 1981.
Pétur Pétursson, sjá Sögu 1980, bls. 373.
Ólafur R. Einarsson, sjá Sögu 1978, bls. 272.
Sigfús Haukur Andrésson, f. 1922. Nám í Hafnarháskóla, Sorbonne í
París og Háskóla íslands. Fyrrihlutapróf í sögu við Hafnarháskóla 1950,
lokapróf (cand. mag.) við Háskóla íslands 1955 (saga aðalgrein). Gagn-
fræðaskólakennari 1955-1960. Stundaði sögurannsóknir í Khöfn 1960-
J962 sem styrkþegi Vísindasjóðs íslands. Skjalavörður við Þjóðskjalasafn
íslands síðan 1963. Sótti alþjóðlegt skjalavarðanámskeið í Paris fyrri
hluta árs 1970. Rit: Þjóðskjalasafn íslands — Ágrip af sögu þess og yfirlit