Saga - 1981, Side 342
340
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS
hefti þessi ljósprentuð í Prentsmiðjunni Odda. Þannig er tímaritið Saga nú
á boðstólum í heild.
Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur, safn ritgerða um hin
margvíslegustu efni eftir 22 konur, og skyldi það vera til heiðurs Önnu
Sigurðardóttur, sem lagði grundvöll að starfsemi Kvennasögusafns og
hefur ritað mikið um sögu kvenna. Heillaóskalisti fylgdi ritinu og áttu þar
nöfn sín um 900 aðilar. Bókin var gefin út í samvinnu við ritnefnd þriggja
kvenna, en hana skipuðu Valborg Bentsdóttir, Guðrún Gísladóttir og
Svanlaug Baldursdóttir.
íslensk miðaldasaga eftir dr. Björn Þorsteinsson, gefin út í 2. útgáfu
endurskoðaðri, og fólst sú endurskoðun einkum í styttingu textans auk
ýmissa minni lagfæringa, en blýsats fyrri útgáfu hafði verið geymdur í
Prentsmiðjunni Hólum. Fyrri útgáfa var á þrotum, þar sem ritið hefur
verið notað við kennslu í mörgum mennta- og fjölbrautaskólum
undanfarin ár.
Þessu næst vék forseti að væntanlegum útgáfubókum Sögufélags:
Tímaritið Saga 1981. Ritstjórar Sögu verða Jón Guðnason og Sigurður
Ragnarsson, en sá síðarnefndi tekur við af Birni Teitssyni. Þar sem Björn
hefur flutzt út á land, hefur hann óskað eftir því að vera leystur frá þessu
starfi. Voru honum færðar beztu þakkir frá Sögufélagi fyrir ritstjórn
Sögu s.l. 9 ár, en það starf rækti hann af mikilli prýði; þakkaði forseti
honum sérstaklega gott samstarf við sig þau 6 ár, sem þeir voru saman
ritstjórar.
Alþingisbœkur íslands XV. bindi, sem tekur yfir árin 1766—80, í um-
sjón Gunnars Sveinssonar skjalavarðar. Hefur ritið verið í vinnslu í
Prentsmiðjunni Gutenberg og ýmsar tafir orðið þar á, sem hindruðu, að
það kæmist út á liðnu ári, en vonir standa til, að af útgáfa geti orðið áður
en komandi starfstími er á enda. Kvað forseti mikla nauðsyn á því að
ljúka útgáfu Alþingisbóka, enda tæpast vonum fyrr, þar sem 1. bindi
þeirra kom út árið 1912.
Framfœrslumál Reykjavíkur og Seltjarnarneshrepps 1786—1907 eftir
Gísla Ágúst Gunnlaugsson cand. mag. Gert er ráð fyrir því, að rit þetta
verði 5. bindi í ritröðinni Safn til sögu Reykjavíkur. Eins og greint var fra
á síðasta aðalfundi var það háð fjárhagsstuðningi Reykjavíkurborgar,
hvort í útgáfu yrði ráðizt; því miður brást það þá, að nægilegur styrkur
fengist, en með umtalsverðum viðbótarstyrk á þessu ári er gert ráð fynr
því að gefa ritið út á árinu.
Afmcelisrit Lúðvíks Kristjánssonar rithöfundar, gefið út í tilefni sjö-
tugsafmælis hans 2. september 1981. Þar verða 18 ritgerðir eftir Lúðvík,
sem birzt hafa á víð og dreif, einkum í blöðum og tímaritum, a
undanförnum áratugum; ennfremur verða í ritinu grein um Lúðvík, asvi
hans og störf, skrá um ritsmíðar hans og heillaóskalisti. — Sögufélag vildi
fyrir sitt leyti heiðra hinn merka fræðimann með þessum hætti og láta •