Saga - 1981, Side 343
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS
341
ljós þakklætisvott fyrir mikilsvert framlag hans í þágu íslenzkrar
sagnfræði og íslenzkra fræða. — Umsjón afmælisrits Lúðvíks
Kristjánssonar annast Bergsteinn Jónsson og Einar Laxness.
Úrfórum Jakobs Hálfdanarsonar er rit, sem stefnt er að, að geti komið
út á yfirstandandi ári. Það inniheldur fyrst og fremst fjórar
frumheimildir, ritaðar af hinum merka félagsmálabrautryðjanda
Þingeyinga, Jakobi Hálfdanarsyni, einum aðalstofnanda Kaupfélags
Þingeyinga og fyrsta kaupfélagsstjóranum. Hér er um að ræða
endurminningar hans, upphafssögu Kaupfélags Þingeyinga, frá 1881-91
og tvær ritgerðir, sem hann skrifaði um verzlunarmál. Ættingjar Jakobs
hafa átt frumkvæði að því að koma ritsmíðum hans á framfæri og kosta
undirbúning handrits til útgáfu. Hefur stjórn Sögufélags þótt við hæfi að
stuðla að því, að frumheimildir úr fórum brautryðjanda sam-
vinnuhreyfingarinnar geti komið á prent á þeim tímamótum, þegar
minnzt verður aldarafmælis þessarar félagsmálahreyfingar. Útgáfan á
þessu ári er hugsuð með tilliti til þess að sjálfur taldi Jakob Hálfdanarson
stofnun kaupfélagsins hafa ráðizt á fundi, sem hann boðaði til að
Grenjaðarstað 26. september 1881. Margt fleira efni er til úr fórum
Jakobs, sem allt er hið merkasta varðandi sögu 19. aldar, og kæmi til
greina að gefa eitthvað af því út síðar, ef þessi útgáfa, sem stefnt er að,
fær góðan hljómgrunn. — Að undirbúningsvinnu að útgáfunni hafa
unnið Pétur Sumarliðason kennari og Einar Laxness.
Jól á íslandi eftir Árna Björnsson, 2. útgáfa, er í undirbúningi. Sögufé-
lag gaf út þetta rit fyrir tæplega tveimur áratugum, en það er fyrir
alllöngu uppgengið. Er ætlunin, að það verði ljósprentað óbreytt, en
höfundur hyggst auka við stuttum kafla.
Síðan vék forseti að nokkrum verkefnum, sem eru á undirbúningsstigi,
fyrir utan tímaritið Sögu og Alþingisbækur íslands:
Eins og greint var frá á aðalfundi 1980 var þá hafinn undirbúningur að
því að ljúka útgáfu á skjölum Landsnefndar 1770—71, 3.—4. bindi.
Fékkst til þess fjárstyrkur úr Vísindasjóði að upphæð 2 milj. kr. og var
Már Jónsson B.A. ráðinn til þess að rita upp úr frumgögnum skýrslur og
álitsgerðir sýslumanna, lögmanna, landfógeta, landlæknis og lyfsala;
síðan er gert ráð fyrir því, að með frekari styrk Vísindasjóðs verði þessu
verkefni haldið áfram og lokið undirbúningsvinnu beggja binda áður en
prentun verði hafín. Hafa Einar G. Pétursson og Eiríkur Þormóðsson
tekið að sér samanburð uppskriftar við handrit og Helgi Þorláksson og
Bergsteinn Jónsson umsjón og ráðgjöf verksins í heild, en Bergsteinn sá
um útgáfu tveggja fyrstu bindanna á sínum tíma.
Enn eru óútgefin tvö bindi Landsyfirréttar- og hæstaréttardóma
1802—73, 10. og 11. bindi, en þau munu tilbúin í handriti, sem Árrnann
Snævarr, hæstaréttardómari hefur unnið. Fjármagn hefur skort til
útgáfu, þar sem ljóst er að ekki þýðir að byggja á almennri sölu. Til þess að