Saga - 1987, Blaðsíða 13
BJÖRN ÞORSTEINSSON
11
hann kominn að því tímabili íslandssögunnar, þar sem frumrann-
sóknir skorti mjög, til þess að unnt væri að rita fullnægjandi yfirlitsrit,
þar sem var 15. öldin. Þess vegna fór svo, að næsta áratug sökkti
hann sér af mikilli elju niður í rannsóknir á þessu tímabili, hinum
„myrku miðöldum" íslandssögunnar, sem svo voru stundum
nefndar, og tókst að bregða ljósi á með þeim hætti, að þar varð allbjart
um að litast áður en yfir lauk.
Árið 1957 flutti Björn erindi á norrænu sagnfræðingamóti í Árósum
um „ísland, Hansaborgirnar og Norðurlönd", og komandi ár ritaði
hann yfirlitsgreinar um fjölmörg miðaldaefni í hina miklu alfræðibók
Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder, ennfremur annaðist
hann útgáfu 16. bindis íslenzks fornbréfasafns, sem kom út í heftum á
árunum 1952-59 og 1972. Af þessu má ljóst vera, að Björn Þorsteins-
son hafði mörg járn í eldinum.
Við fráfall Jóns Jóhannessonar, prófessors, veturinn 1957, var ein-
sætt, að þegar eftirmaður hans yrði ráðinn, mundi Björn Þorsteinsson
vera í fremstu röð þeirra, sem til greina kæmu í embættið. Þó fór svo,
að í það var skipaður ágætur maður, Guðni Jónsson magister, enda
var hann doktor að nafnbót fyrir merkt rit um byggðarsögu í Árnes-
þingi, og Björn samfagnaði skólastjóra sínum og vini.
IV
Árin 1958-59 vann Björn Þorsteinsson að skjalarannsóknum í Ham-
borg og flutti fyrirlestur við háskólann þar um tengsl íslendinga og
Hamborgara á 16. öld. Hann ritaði grein um Hinrik VIII. Englands-
konung og ísland (Andvari og Saga Book, 1959) og greinar í tímarit
Sögufélags, Sögu (1960), sem hann þá gerðist ritstjóri að, ásamt dr.
Birni Sigfússyni, og vann að því að koma ritinu í nýjan búning. í
janúar 1961 var Björn kosinn í stjórn Sögufélags og tók þar sæti for-
seta félagsins, dr. Þorkels Jóhannessonar, sem fallið hafði frá haustið
áður. Björn var því, ef svo má segja, kominn í fremstu víglínu
íslenzkra sagnfræðinga, lærðastur manna á sínu sviði, afkastamikill
og hugmyndaríkur. Hann var í raun sjálfkjörinn til hinnar akadem-
ísku sagnfræðikennslu við Háskóla íslands, þegar annað prófessors-
embættið varð laust við fráfall Þorkels Jóhannessonar. Hann sótti að
sjálfsögðu um starfið, en vegna pólitískrar einsýni þeirra, sem réðu
málum (meirihluti háskóladeildar studdi annan umsækjanda), var