Saga - 1987, Blaðsíða 130
128
KJARTAN ÓLAFSSON
yrði eftir því við stjórn Frakka, að hún „tæki af innflutningstoll á
íslenskum fiski". - „En vilji hin frakkneska stjórn ekki endurbæta
tollalögin, eða kaupmannafélagið láta einhvern af félögum sínum
versla hér sem lausakaupmann... er ég heldur á því að leyfi þetta
dragist", sagði Magnús Einarsson á Hvilft.
Allt bendir til, að skoðanir þær, sem Magnús setur fram í álitsgerð
sinni, hafi í öllum aðalatriðum fallið að viðhorfum Jóns forseta, enda
líta menn á Magnús sem sérstakan sendimann Jóns á ísafjarðarfund-
inum (sjá hér bls. 122).
Á afritið af bænarskrá ísfirðinga, sem Magnús sendi Jóni Sigurðs-
syni til Kaupmannahafnar, hefur sendandinn krotað fáeinar athuga-
semdir frá eigin brjósti.1
Pegar í bænarskránni er minnst á hættu á siðspillingu, skrifar
Magnús neðanmáls: „sjálfsagt lauslæti". Þegar höfundar bænarskrár-
innar tala um ýmis vandkvæði, sem nýlendustofnuninni muni fylgja,
skýrir Magnús það svo, að þar muni átt við „líklega mannfjölgun og
máske sjúkdóma". Og þar sem bænarskrármenn telja sig tala fyrir
hönd Vestfirðinga, þá gerir Hvilftarbóndinn þá athugasemd, að þeir
tali nú bara fyrir kaupstaðarbúa.
Hér verður nú brátt skilist við Magnús á Hvilft. Hann var með viss-
um hætti í lykilhlutverki í öllum sviptingunum, sem urðu á Vestfjörð-
um út af Dýrafjarðarmálinu, sjálfur „sendiherra Jóns Sigurðssonar".
Áður en horfið verður vestur yfir Gemlufallsheiði skal þó enn vitnað
í bréf það, sem Magnús ritaði Jóni Sigurðssyni 2. janúar 1857.2 Bréfið
var sem áður sagði ritað á Kollafjarðarnesi, þar sem Magnús var
staddur í heimsókn hjá Ásgeiri bróður sínum, þingmanni Stranda-
manna. Magnús skrifar:
Mikla skemmtun hefi ég haft af að tala við bræður mína [hann
hefur líka hitt Torfa á Kleifum - innskot K.Ó.] og heyra
hvernig þeir skoða ýms málefni og hvað skoðun þeirra er eðli-
leg og hlutdrægnislaus. Bænarskráin sýnir annað að mér virð-
ist og unnu að henni þeir sem álitnir eru vitrastir í ísafjarðar-
sýslu, en ég álít varaþingmanninn þar [Kristján Ebenezerson í
Reykjarfirði, - innskot K.Ó.] og Torfa Halldórsson vitrasta af
1 Lbs. JS 113 fol. „Bænarskrá til Alþingis um að afbiðja, að frakknesk nýlenda verði
stofnuð við Dýrafjörð" - afrit staðfest af Magnús Einarssyni.
2 Þjskjs. E 10. Bréf Magnúsar Einarssonar 2.1. 1857 til Jóns Sigurðssonar.