Saga - 1987, Blaðsíða 126
124
KJARTAN ÓLAFSSON
Isfirðinga og væntanlega hafa þeir skipulagt hina víðtæku undir-
skriftasöfnun. Nöfn fjögurra þeirra eru líka einu nöfnin undir því af-
riti Jóns Sigurðssonar af bænarskránni, sem varðveist hefur í alþingis-
skjölum. Nafn Erlendar sýslumanns vantar þar, en ekki hefur þótt
við hæfi, að yfirvaldið gengi opinberlega fram fyrir skjöldu. Pað eru
þessir menn, sem bera sigurorð af Magnúsi á Hvilft á ísafjarðar-
fundinum 2. desember 1856. Lúðvík Kristjánsson segir réttilega í
Vestlendingum, að Magnús á Hvilft hafi lengi verið „eins konar sendi-
herra" Jóns Sigurðssonar á Vestfjörðum.1 Því hlutverki gegndi Magn-
ús af fyllstu trúmennsku á umræddum fundi, en kom engum vörnum
við.
í bréfinu, sem Magnús skrifaði Jóni að fundi loknum, má sjá, að
höfundar bænarskrárinnar hafa viljað meina sendimanni Jóns forseta
að taka afrit af þeim gögnum, er fyrir fundinn voru lögð. „Þeir óttuð-
ust, að ég mundi senda þér eftirritin", segir Magnús við Jón. Þá hefur
verið orðið heitt í kolunum, þegar ísfirðingar vildu meina Magnúsi á
Hvilft að koma gögnum frá opnum fundi til alþingismanns kjör-
dæmisins. Andstaða nefndarmanna við að Magnús fengi að senda
afritin til Jóns Sigurðssonar bendir líka eindregið til þess, að þeim hafi
verið ljóst, hver afstaða þingmanns kjördæmisins var, og vitað sig
vera að ganga í berhögg við hana. Mörgum hefur verið heitt í hamsi
og Magnús á Hvilft storkar stjórnendum undirskriftasöfnunarinnar
með því, að Jón Sigurðson muni ekki taka mark á fjölda undirskrift-
anna, enda sé hann ekki konungur!
Surnir töldu nauðsynlegt að stofna vestfirskan her
til að hafa gætur á Frökkum.
Einari Þveræing teflt fram gegn boðskap Nýrra félagsrita
í bréfi sínu til Jóns Sigurðssonar gerir Magnús á Hvilft ekki grein fyrir
því, hvaða „skrifleg skjöl" það voru, sem lögð voru fyrir fundinn á
ísafirði 2. desember 1856. í handritasafni Jóns forseta má hins vegar
enn finna svör nokkurra Vestfirðinga við ýmsum spurningum í
1 Lúðvík Kristjánsson: Vestlendingar, fyrra bindi, Rvík 1953, bls. 128.