Saga - 1987, Blaðsíða 146
144
KJARTAN ÓLAFSSON
mundi minna undir búa en að Frakkar ætluðu sér að ná í
landið. Ritgerð hefur staðið í markverðu þýsku blaði um það,
til hvers hafa mætti landið, ef einhver merkisþjóð, eins og
t.a.m. Frakkar ættu yfir því að ráða. Var þar tvennt tekið til.
Fiskveiðarnar allt í kringum landið og norður í höf, er væri
ótæmanlegar og hvergi í heimi aðrar eins. Hitt voru hafnirnar,
einkum fyrir öllum Vestfjörðum, er bæði væru svo djúpar,
rúmgóðar, svo óhultar fyrir öllum ísalögum og svo vel lagaðar
til hinna öruggustu varnarvirkja, að Kronstadt og Sveaborg
komist ekki í hálfkvisti við þau, - en þau vígi þykja næstum
óvinnandi. Pessi grein hefur og komið í sænsku blaði.1
Alþingi átti að koma saman í byrjun júlí sumarið 1857. Ætla má, að
ýmsir lesendur Þjóðólfs og Nýrra félagsrita hafi búist við hörðum átök-
um þar um Dýrafjarðarmálið og þá ekki síst milli þeirra Jóns Guð-
mundssonar, ritstjóra Þjóðólfs, og Jóns Sigurðssonar forseta, svo ólík
sem sjónarmið þeirra virtust vera af blaðaskrifum að dæma.
Síðasta bréfið um Dýrafjarðarmál, sem Jón Guðmundsson skrifar
Jóni Sigurðssyni, áður en alþingi kom saman, er frá 1. mars 1857. Par
er ritstjóri Þjóðólfs enn fastur á sinni meiningu, en þó má sjá, að hon-
um er ekki ljúft að eiga í stríði við leiðtogann í Kaupmannahöfn og
langar til að halda einhverjum dyrum opnum til samkomulags. Jón
Guðmundsson skrifar þarna:
Ég hlakka til að heyra, þegar þú ferð að sannfæra mig um, að
ég hafi vikið frá sannleikanum til að forsvara rangt mál í
nýlendumáli Frakka ... og eitthvað verðurðu að segja mér
betra en í þessu bréfi var, ef ég á að sannfærast um, að Frakkar
séu oss Islendingum neitt keppikefli, svona eins og þeir hafa
farið þess á leit að staðnæmast hér. En þú kannt að hafa ein-
hverjar langtum betri ástæður „í bakhöndinni" og þær hlakka
ég til að heyra.2
Jón Guðmundsson tekur enn fram, að hann sé ekki andvígur því,
að erlendir menn reki hér sín einkafyrirtæki, svo fremi þeir taki sér
hér bólfestu að fullu. Hann kveðst hins vegar líta svo á, að hin
frönsku útgerðarfélög, sem hér sælist eftir aðstöðu, eigi ekki einu
1 Skírnir 1857, bls. 29.
2 Lbs. JS 141, b fol. Bréf Jóns Guðmundssonar 1.3. 1857 til Jóns Sigurðssonar.