Saga - 1987, Blaðsíða 161
DÝRAFJ ARÐ ARMÁLIÐ
159
ir íslendinga, þegar danska stjórnin skýtur svo mikilsverðu milli-
ríkjamáli til alþingis. Honum er metnaðarmál, að alþingi sýni
hæfni til að taka flókið milliríkjamál í sínar hendur og móta samn-
inga um það, án þess að svara fyrirfram bara með já-i eða nei-i.
4. Fyrir Jón Sigurðsson var það fagnaðarefni, þegar aðrar þjóðir en
Danir sýndu íslandi áhuga, og e.t.v. hefur hann talið sig geta nýtt
áhuga Frakka á íslandi í reiptoginu við dönsk stjórnvöld. Á bls.
109 hér að framan kemur fram, að Jón hefur í bréfi talað um að
nýta Dýrafjarðaráhuga Frakka „sem meðal til að hafa út úr Dönum
pólitíska spursmálið okkar."
Á íslendingafundinum um Dýrafjarðarmál, sem haldinn var í
Kaupmannahöfn 16. september 1856, stóðu þeir Jón Sigurðsson og
Grímur Thomsen saman (sjá hér bls. 97-8). I bréfi, sem Grímur
Thomsen ritaði Bjarna Þorsteinssyni 13. september 1858, sagðist
Grímur ætíð hafa verið þeirrar skoðunar, að alþingi „skyldi afsvara
Frökkum með skilyrði", en kvaðst reyndar hafa verið þess fullviss, að
Frakkar myndu aldrei ganga að skilyrðunum.1
Þetta bréf Gríms er skrifað, þegar rúmt ár var liðið frá afgreiðslu
alþingis á Dýrafjarðarmálinu. Hér heldur Grímur, sem á þessum
tíma var fulltrúi í danska utanríkisráðuneytinu, því fram, að hann
hafi kosið, að alþingi svaraði Frökkum svo sem raun varð á, af því
hann hafi vitað, að Frakkar myndu alls ekki ganga að skilyrðinu
um breytingar á sínum eigin lögum um tolla og fiskveiðar. Með
öðrum orðum, ætlunin hafi ekki verið sú að opna leið til samninga við
Prakka, heldur aðeins að neita beiðni þeirra á klókan og kurteislegan
rnáta.
Skylt er að íhuga, hvort hugsun af þessu tagi kynni að hafa ráðið
afstöðu Jóns Sigurðssonar. Hann hefði þá vitað fullvel, að ekkert
Þýddi að tala við Frakka um tolla og áróður hans í þeim efnum því
bara verið látalæti til að hjálpa dönsku stjórninni að koma neitun
smni varðandi Dýrafjörð í hagkvæman búning.
Satt að segja sýnist slík skýring harla ólíkleg, og hvergi örlar á því
1 svarbréfum Jóns Guðmundssonar, að Jón forseti hafi ýjað að nokkru
1 þessa veru við hann í trúnaðarbréfum. Hitt liggur aftur á móti fyrir,
á árunum um og upp úr 1855 stóðu harðar deilur meðal franskra
stjórnmálamanna um það, hvort halda ætti áfram óbreyttri verndar-
1 hbs. 342, c fol. Bréf Gríms Thomsens 13.9. 1858 til Bjarna Thorsteinssonar.