Saga - 1987, Blaðsíða 110
108
KJARTAN ÓLAFSSON
tökum á íslandi. Þess vegna er gamli Hreppamaðurinn sæmilega
bjartsýnn í þorrabyrjun 1857, þrátt fyrir allt.
Að sölsa til sínfrá landsins börnum „det raae Produkt" er ekki
verslunarsamkeppni, sagði Jón Pjóðólfsritstjóri
í ritgerð minni í Sögu á síðasta ári var sagt nokkuð frá deilum þeirra
Jóns Guðmundssonar, ritstjóra Þjóðólfs, og Jóns Sigurðssonar forseta
um Dýrafjarðarmálið og þeim hörðu orðum, sem þar fóru á milli
sumarið 1856, bæði í bréfum og á opinberum vettvangi. Þar kom
skýrt fram eindregin andstaða Jóns Guðmundssonar gegn tilmælum
Frakka varðandi Dýrafjörð. Því miður eru bréfin frá Jóni Sigurðssyni
til Jóns ritstjóra glötuð, en af svarbréfunum má oft ráða nokkuð í efni
þeirra.
Veturinn 1856-57 hélt Jón Guðmundsson áfram andróðri sínum
gegn franskri nýlendustofnun, bæði í bréfum til Jóns Sigurðssonar og
í blaði sínu Þjóðólfi. f bréfi, sem hann skrifar Jóni Sigurðssyni
4. nóvember, er Dýrafjarðarmálið á dagskrá. Þar segir:
Þú berð mér á brýn, að ég láti leiða mig og hefta af vitleysunni,
sem hér ríkir, og ég sé ofurseldur skoðunum þeirra hér í kring-
um mig. Ég hélt þó reyndar, að þar sem ég hef komið fram og
að því leyti ég hef komið fram opinberlega, þá hafi ég ekki svo
fjarska mjög hangið altént og í öllu aftan í öðrum, ekki einu-
sinni þeim fáu, sem ég hef af fullum ástæðum virt og elskað.
En það gengur svona. Getsakalaust komast fæstir af - og þú
ekki heldur, og segi ég þér satt, að ég hælist ekki um það né
hlakka yfir því. Þeir eigna þér hér allir greinina í Föðurlandinu
18. sept. um Frakka og hef ég þó leitt þeim fyrir sjónir, að það
geti varla verið eftir því, hvað sú grein er óneitanlega illa skrif-
uð í alla staði hvað sem sjálfu spursmálinu líður, - mér finnst
hún t.d. miklu svipaðri sumum bréfum frá íslensku stjórnar-
deildinni.1
Hér segir Jón Guðmundsson fullum fetum, að í Reykjavík sé
almennt talið, að Jón Sigurðsson sé höfundur forsíðugreinarinnar um
Dýrafjarðarmálið í danska blaðinu Fædrelandet þann 18. september
1 Lbs. JS 141, b fol. Bréf Jóns Guðmundssonar 4.11. 1856 til Jóns Sigurðssonar.