Saga - 1987, Blaðsíða 134
132
KJARTAN ÓLAFSSON
6. „Að hverjum helst þessara skilmála rofnum, skal vera þeirra hér
upphafin."
Vildu láta Frakka borga 2700 til 5400 kýrverð
í árlegt útflutningsgjald yrði nýlendan stofnuð
í bænarskrá Dýrfirðinga eru færð fram rök fyrir þessum kröfum um
skilmála. Þar segir m.a., að menn telji miður heppilegt, að Frakkar
kaupi land, betra sé, að þeir fái það aðeins leigt. Undantekningu frá
þessu geta Dýrfirðingar þó hugsað sér og orða þá hugsun svo:
... að undanteknu því, ef þeir þar til veldu verslunarstaðinn
Þingeyri, tiltekið ef þeir með fiskiverkuninni sameina vildu
verslun við innlenda, hvar við bæði fiskur vor og allslags ullar-
tóvara, er Frakkar hingað til mjög hafa eftirsóst og borgað all-
sæmilega, kæmist að vonum í hærra verð en áður, að auk
máske fleiri vörutegunda, er þeir fremur Dönum kynnu að
vilja eftirsækjast og borga með ríflegra verði en áður viðgeng-
ist hefur hjá oss - hver verslunarstaður með venjulegum versl-
unarréttugheitum líklegast má seljast þeim, eins og hverjum
öðrum, með því móti þó, að þeir áður öðlast fái innfæddra
manna réttindi og borgarabréf þar til.
Svo er að sjá sem höfundar bænarskrárinnar hafi verið í nokkrum
vandræðum með einmitt þetta, hvort selja mætti Frökkum Þingeyri.
Orðalagið með öllum sínum fyrirvörum bendir til þess, að þetta sé
samkomulagstexti, þar sem ekki hafi allir verið á eitt sáttir í upphafi.
í bænarskrá Dýrfirðinga er ábatavonin ekki dæmd blekking ein,
eins og gert var í bænarskrá ísfirðinga, og niðurstaðan sú, að „líkleg-
ast" megi selja Frökkum Þingeyri. Þar kemur samt aftur skilyrði,
beint upp úr Pjóðólfi Jóns Guðmundssonar, um að slík sala kæmi þó
aðeins til greina vildu Frakkar verða hér innlendir ríkisborgarar. Með
slíku skilyrði var Frökkum augljóslega settur stóllinn fyrir dyrnar, þó
að vel megi vera, að fulltrúum ólíkra sjónarmiða hafi öllum fundist
orðalagið á klausunni um Þingeyri ásættanlegt, þegar á heildina var
litið.
Athygli vekur það skilyrði Dýrfirðinga, að Frökkum verði gert að
greiða hálfan til heilan ríkisdal fyrir hvert skippund, sem þeir flytji út
af verkuðum saltfiski. í bænarskrá ísfirðinga var talið láta nærri, að
hver frönsk fiskiskúta veiddi að jafnaði sem svaraði liðlega 300 skip-