Saga - 1987, Blaðsíða 274
272
RITFREGNIR
veiðimönnunum, menn kynntust vélum og hvers konar tækjum og tólum,
þeir byggðu öðruvísi hús en áður, og þannig mætti lengi telja. Pess má geta
hér til gamans, að Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrum ráðherra, hefur sagt
þeim, sem hér heldur á penna, að hann hafi ekki litið hefðbundna íslenska
baðstofu augum, fyrr en hann kom upp á Hérað, fulltíða maður.
Hinn framandlegi menningarheimur Norðmanna lét íslenska sveitamenn
heldur ekki ósnortna, hvað snerti tómstundaiðju og skemmtanalíf, þegar
tónhneigðir æskumenn tóku að þenja harmóniku að hætti Norðmanna.
Höfundur fjallar einnig nokkuð um áfengisneyslu Norðmanna, en hún var
allnokkur, ef marka má samtímaheimildir. Höfundur getur þess, að í lóðar-
samningi stöðvarinnar í Tálknafirði var lagt bann við því, að jarðeigandi
stundaði áfengissölu. Slík ákvæði voru alltíð í lóðarsamningum Norðmanna.
Pannig var hliðstætt ákvæði í lóðarsamningi vegna hvalveiðistöðvar, sem til
stóð að byggja í Litlu-Breiðuvík í Reyðarfirði. Sú stöð var aldrei byggð.
í 5. kafla fjallar höfundur um andóf íslendinga gegn hvalveiðum og gerir
þar góð skil þeim þremur meginröksemdum, sem beitt var gegn þeim.
Umræður um hvalveiðarnar minntu að ýmsu leyti á rökræður nútímans um
sama efni, en rökin voru að verulegu leyti önnur en þau, sem nú er beitt. í
blaðaskrifum og umræðum á alþingi voru helstu rök gegn veiðunum þau,
að auknum hvalveiðum fylgdi minnkandi síldargengd inn á firði. Síldinni
yrði ekki lengur náð í landnót, þegar hvalurinn ræki hana ekki inn á firði. í
öðru lagi fundu menn hvalvinnslu í landi það til foráttu, að henni fylgdu
mikil óþrif og mengun (það orð var smíðað miklu síðar). Hin mikla fjöru-
mengun leiddi til búfjárdauða, svo að lægi við landauðn í næsta nágrenni
stöðvanna.
Priðja röksemdin byggðist á nútímalegum náttúruverndarsjónarmiðum.
Menn gerðu sér ljóst, að hér var gengið á náttúrulega auðlind, langt umfram
endurnýjunarmátt hennar. Fagurfræðileg sjónarmið og tilfinningaleg heyrð-
ust varla í umræðunni.
Þessu öllu kemur höfundur vel til skila, að því er virðist í eðlilegum hlut-
föllum og af fullkominni óhlutdrægni.
Mótrök voru fyrst og fremst efnahagslegs eðlis, enda voru hagsmunir
fjölda fólks og stórra byggðarlaga í húfi. Rökræður þessar leiddu svo til hval-
veiðibanns 1915, enda var þá að mestu sjálfhætt vegna aflatregðu.
Síðasti kaflinn fjallar svo, eins og áður sagði, um veiðar milli stríða. Þar var
annars vegar um að ræða úthafsveiðar Norðmanna með vinnslu um borð í
verksmiðjuskipum og hins vegar veiðar og vinnslu Péturs A. Ólafssonar í
Tálknafirði.
Auk þess sem áður hefur verið nefnt, eru á nokkrum stöðum villur, hnökr-
ar og agnúar, sem litlu máli skipta hver um sig, en glæsilegra hefði ritið
orðið, ef þessi atriði hefðu verið lagfærð í handriti. Höfundur ber að sjálf-
sögðu ábyrgð á bók sinni, en til lítils er, að menn séu fengnir til að lesa hand-
rit yfir, ef það er ekki gert af fyllstu kostgæfni. Verða nú nefnd nokkur atriði,
sem hefðu mátt betur fara.
Á bls. 21: Fullyrðing um, að hvalveiðimenn á 18. öld hafi stytt siglingaleið
frá London til Nýja-Englands um tvær til þrjár vikur með því að forðast