Saga - 1987, Blaðsíða 106
104
KJARTAN ÓLAFSSON
með ótvíræðum hætti. Sitthvað bendir þó til þess, að keisarastjórnin
í París hafi stefnt að meiri umsvifum á íslandi en þurrkun fisks í Dýra-
firði.
Bréf frá París: „Ég álykta því, að sé Frakkastjórn
svo mikið um að ná fótfestu á íslandi,
þá muni það ekki vera einungis fisksins vegna"
Fáir íslendingar dvöldust í París árið 1856. Hér skal þó nefndur til
sögunnar Ólafur Gunnlaugsson, sem þá hafði verið í París með ann-
an fótinn um sinn. Ólafur gerðist kaþólskur á ungum aldri og læri-
sveinn þess fræga rússneska greifa, Djunkovskys, sem páfinn skipaði
umboðsmann sinn yfir öllum „norðurheimskautslöndum", þar á
meðal íslandi. Ólafur var síðar lengi ritstjóri blaðsins Le Nord í París.
í bréfum, sem Ólafur skrifaði frá París árið 1856, kom sitthvað fram
um mat hans á íslandsáhuga franskra stjórnvalda. Steingrímur Thor-
steinsson skrifar Árna bróður sínum frá Kaupmannahöfn á aðfanga-
dag jóla 1856, vitnar í Parísarfréttirnar frá Ólafi og segir:
Ólafur Gunnlaugsson hefur skrifað frá París, þar sem hann nú
er að klæmast við presta og biskupa (því þannig lýsir hann
mörgum þeirra), að frakkneskir vísindamenn eigi að fara til
íslands í sumar, svo það er síst að segja, að Frakkar slái slöku
við okkur. Hann þykist vera að hjálpa prins Napóleon eða
hans förunautum með ferðasögu frá íslandi, líklega leiðréttir
hann örnefni og þess konar. Hann þykist líka hafa heyrt í
París, að frakknesku stjórninni mundi leika hugur á íslandi og
er það kannski ekki svo ólíklegt, - en hitt er ekki heldur ólík-
legt, að Englendingar, sem hafa gott auga til allra eyja, setji sig
á móti því. Katólski præfektinn Djunkovsky fer að líkindum til
íslands í sumar. Ólafur lýsti honum svo, þegar hann kom hér
í haust, að hann hefði verið saurlífismaður en væri nú
drykkjumaður og gæti þambað fádæmi af konjakki. Komi þeir
til íslands geta þeir kannski samt fundið presta, sem standa
ekki á baki þeirra í því.1
1 Lbs. 2168 4to. Bréf Steingríms Thorsteinssonar 24.12. 1856 til Áma Thorsteinsson-