Saga - 1987, Blaðsíða 209
ISLENSKAR ÆVISÖGUR
207
síðastliðna rúma öld verið fjallað í ævisöguágripi í Andvara. Oft eru þessar
greinar eftir nána vini og samstarfsmenn eða ákafa aðdáendur þeirra, sem
um er fjallað, og sjást slíkir höfundar stundum lítt fyrir í lofi sínu. Er þá verr
af stað farið en heima setið, ef dýrðaróðurinn orkar á lesendur sem háð frem-
ur en sannferðugt yfirlit. En það er önnur saga.
Eins og fyrr segir er ekkert einsdæmi að dugnaðarmaður, sem ráðið hefur
fleyi sínu til hlunns að loknu löngu og farsælu úthaldi, leysi frá skjóðunni sér
°g öðrum til uppbyggingar og ánægjuauka. Eldri verk sem koma eins og
osjálfrátt í hugann, þegar lesin er ævi Halldórs E. Sigurðssonar, eru rit
alþingismannanna Bernharðs Stefánssonar og Steingríms Steinþórssonar.
Allir voru þremenningar þessir sanntrúaðir framsóknarmenn í blíðu og
stríðu, ákafir talsmenn bænda, sveita og hefðbundins landbúnaðar, eins og
nu er sagt, og enginn þeirra virðist hafa tilheyrt þeim sérstæða hluta Fram-
sóknarflokksins, sem hneigzt hefur til einhvers konar meinlætalifnaðar um
fram það sem tíðkanlegast er hérlendis - í stjórnmálum sem öðru.
Frá upphafi einkenndist ferill Halldórs af þreki, kjarki og bjartsýni, sem
löngum lýsti sér í æðruleysi og óhvikulli trú á eigin mátt og megin. Hann
varð sér ungur úti um þá bóklega og verklega kunnáttu, sem dugði honum
1 ævistarfinu. Jafnframt virðist hann hafa verið blessunarlega laus við ýmiss
konar efasemdir og grufl, sem oft sækir á menntamenn andspænis örðugum
°g snúnum úrlausnarefnum.
Eins ber að geta, sem gerir Halldór mörgum stjórnmálamanninum geð-
ugri: Hann virðist gera sér far um að leggja ekki einstrengingslegt flokkspóli-
h'skt mat á samferðamennina, þó að hann dragi síður en svo dulur á hversu
rampólitískur hann var. Gerir hann sér far um að láta alla njóta sannmælis.
Flestum sem hann nefnir til sögu, og þeir eru býsna margir, hælir hann á
hvert reipi. Um nokkra talar hann ofur gætilega, og er þá ekki grunlaust um
að þeir hinir sömu hafi lítt verið honum að skapi. Þannig býður í grun, að
kona sem var að sögn hans „frekar skemmtileg" hafi verið vægast sagt leiðin-
leg; eða maðurinn sem fremur vel fór á með og höfundi hafi ekki verið hon-
um sérlega eftirsóknarverður förunautur. En „góður er sérhver genginn...",
stendur þar. Halldór vegur að engum úr launsátri, og hann er laus við ill-
kvittni.
Halldór hefur gaman af kímilegum atvikum, orðheppni og fyndni. Misvel
tekst honum þó að koma slíku til skila, enda alkunna að það er tvennt ólíkt
að segja góða sögu á mannamóti eða í vinahópi og að skrifa hana.
Ekki er ljóst hvern þátt Andrés Kristjánsson á í sögu Halldórs. Þó er ekki
ósennilegt að millifyrirsagnir stafi frá honum, því að þær minna óhjákvæmi-
lega á uppsetningu í dagblaði. Oft eru þær til hægari verka við leit að efnis-
atriðum, en stundum virðast þær nokkuð út í hött.
Fyrra bindið finnst mér bæði matarmeira og skemmtilegra aflestrar en hið
síðara. Þar er að finna stórathyglisverðan þátt af því hvernig Jónas Jónsson
stóð að því að efla baráttusveit meðal ungra flokksmanna sinna í sveitum
landsins. Jónas var í engu meðalmaður, og má nærri geta að ævintýri sem
bað, er Halldór lýsir af eigin reynslu frá 1936, hefði nægt flestum til ævi-
ráðningar á flokksgaleiðu. Það varð svo sérstök gæfa Halldórs að flokksbönd