Saga - 1987, Blaðsíða 122
120
KJARTAN ÓLAFSSON
Uppreisn ísfirðinga
gegn stefnu Jóns Sigurðssonar í Dýrafjarðarmálinu
í því, sem hér hefur verið skrifað, og einnig í ritgerð minni í Sögu á
síðasta ári, hafa komið fram margvíslegar vísbendingar um afstöðu
Jóns Sigurðssonar forseta til beiðni Frakka um Dýrafjörð. Þó að ótví-
ræðar heimildir frá Jóni sjálfum um afstöðu hans séu ekki fjölbreyti-
legar, þá má af mörgu ráða, að Jón hefur tvímælalaust viljað halda
dyrum opnum til samninga við Frakka og kanna, hvort unnt væri að
fá tollfríðindi í Frakklandi gegn því að Frakkar fengju aðstöðu til fisk-
verkunar hérlendis. Þessa afstöðu Jóns má merkja í Nýjum félagsritum
1856, þar sem hann birtir útmálun Hermanns Baars á hagnaði íslend-
inga af franskri nýlendustofnun í Dýrafirði. Sjálfur segir Jón þar ekki
orð um málið, nema í neðanmálsklausunni, þar sem hann bendir á
„hvílíkt gagn það væri fyrir ísland, ef því yrði til leiðar komið, að inn-
flutningstollur á íslenskum fiski yrði lækkaður eða aftekinn í Frakk-
landi." 1 Á þeim svarbréfum Jóns Guðmundssonar ritstjóra til Jóns
Sigurðssonar, sem hér hafa verið kynnt (sjá einnig ritgerð mína í Sögu
1986, bls. 170-178), má sjá, að Jón Sigurðsson hefur lagt kapp á að
draga úr andstöðu við beiðni Frakka. Hið sama kemur enn fram í því,
sem hér hefur verið sagt um deilur íslendinga í Kaupmannahöfn
vegna Dýrafjarðarmálsins. Þegar allt þetta er skoðað í samhengi,
leynir sér ekki, að Jón Sigurðsson hefur viljað hefja samninga við
Frakka og fá úr því skorið, hvað verið gæti í boði hjá þeim fyrir
aðstöðu í Dýrafirði.
Ljóst er, að bænarskrá ísfirðinga gengur þvert á þessa stefnu Jóns
Sigurðssonar. Ekki fer heldur milli mála, að það eru ýmsir helstu
stuðningsmenn Jóns í kjördæmi hans, ísafjarðarsýslu, sem forgöngu
hafa haft um bænarskrána og söfnun hinna fjölmörgu undirskrifta.
Með bænarskrá ísfirðinga eru borin fram hörðustu andmæli gegn
nýlendustofnun Frakka í Dýrafirði, og um leið felur bænarskráin í sér
uppreisn gegn stefnu Jóns Sigurðssonar.
í hugum fjölmargra kjósenda Jóns Sigurðssonar var hér ekki um lít-
ið að tefla. Bænarskráin ber með sér, að þeir, sem að henni stóðu,
hafa talið franska nýlendustofnun í Dýrafirði ógna framtíðarheill
vestfirskra byggða. Ekki verður því annað séð en deilan um nýlendu-
1 Kjartan Ólaísson: Saga 24. árg. 1986, bls. 167-170.