Saga - 1987, Blaðsíða 253
RITFREGNIR 251
ekkja 63 ára gömul fór hún til endurmenntunar í hjúkrun og starfaði efrir það
á annan áratug við umsjón skurðstofu, en áhuga á störfum af því tagi hafði
hún haft frá barnæsku. Eftir að hún hætti störfum helgaði hún sig einkum
þýðingum á ljóðum íslenskra skálda á ensku, m.a. þýddi hún mörg ljóða
Steins Steinarrs.
í þættinum af Kristínu Ólafsdóttur, sem fyrst kvenna brautskráðist læknir
hér á landi og stundaði læknisstörf í rúmlega hálfa öld, kemur fram hve
miklu hún afkastaði í ritstörfum. Hún fjallaði á prenti, bæði í þýðingum og
frumsömdu efni, um „þá þætti mannlegrar tilveru, sem lítt eða ekki höfðu
verið bornir í mál". Fram undir tíð Kristínar hafði lítið sem ekkert verið
minnst á atriði eins og heilbrigt kynferðislíf, heilsufræði kvenna, takmörkun
barneigna og fjölskylduáætlanir.
Hverjum þætti fylgir tilvitnanaskrá og heimilda-. Það er ljóst, að Björg hef-
ur víða leitað fanga í efnisöflun og hún vitnar vel til heimilda. Auk ritaðra
heimilda hefur hún átt viðtöl við fjölda manna, sem höfðu kynni af konun-
um og með þeim hætti komið til skila miklum fróðleik, sem hætt er við að
hefði annars ekki varðveist. Ritverkið Úr ævi og starfi íslenskra kvenna er ein-
stakt í bókaútgáfu hér á landi, því að hvergi er annars staðar að finna á ein-
um stað sögu 68 íslenskra kvenna. Höfundur ritar af alúð á góðu og litríku
máli og kemur til skila svo ekki verður um villst, hve stóran hlut konur eiga
í mótun samfélagsins. Bækur af þessum toga hljóta að verða öðrum
hvatning, og ég tek undir þá von höfundar, að „einhver spinni þann þráð
lengri sem hér er sleppt".
Að útliti og frágangi er safnritið afar vandað og vel úr garði gert. Hönnuð-
ur þess er Elísabet Anna Cochran og hefur hún unnið frábært starf. Leggst þar
allt á eitt, smekkleg uppsetning, fallegir litir og innrammaðar blaðsíður og
prentun og pappír eins og best gerist.
Sigríður Th. Erlendsdóttir
Anders Bæksted: GOÐ OG HETJUR 1 HEIÐNUM SIÐ.
Alþýðlegt fræðirit um goðafræði og hetjusögur. Eysteinn
Þorvaldsson íslenskaði. Bókaútgáfan Örn og Örlygur HF.
Reykjavík 1986. 344 bls. Myndir og skrár.
Norðurevrópsk menning á sér þrjár meginrætur. Ein stendur á heimaslóð-
um, en hinar tvær sækja næringu til grískrar og gyðinglegrar fornmenning-
ar- Víða í norðanverðri Evrópu hefur á liðnum öldum gjarnan verið lögð
meiri rækt við tvær síðasttöldu ræturnar en hina fyrsttöldu, en á allra síðustu
Mmum er að verða á þessu gagnger breyfing. Talsmenn hinna breytfu við-
horfa hafa á það bent, að norðurevrópsk fornmenning hafi þokað í skuggann
á dögum endurreisnar og frá þeim tíma ekki hafist til þess vegs sem henni
ber. Og þeir hafa ekki látið sitja við orðin tóm, því í framhaldi af þessari
niðurstöðu er nú um stundir unnið markvisst að því víða í lærdómssetrum í