Saga - 1987, Blaðsíða 279
RITFREGNIR
277
framsóknarmenn; á stundum höfðu þeir einnig samstarf við „kommúnista",
t.d. árið 1937 á Norðfirði, þegar þessi öfl felldu meirihluta Alþýðuflokksins í
verkalýðsfélaginu (sbr. Alþýðublaðið, 26. febr. 1937).
2) Þórarinn varpar nokkru ljósi á samstarf Framsóknarflokksins við aðra
flokka í ríkisstjórn, en á því 20 ára tímabili sem bókin fjallar um var Fram-
sókn alltaf í ríkisstjórn að undanskilinni nýsköpunarstjórninni, en hún var
mynduð í október 1944, fékk lausn í sama mánuði 1946, en sat fram í febrúar-
byrjun 1947.
Þórarinn ræðir einnig nokkuð um „eiðrofsmálið" svokallaða, sem varð
mjög afdrifaríkt (bls. 98-103). Ein afleiðing þess var, að formaður Framsókn-
arflokksins, Hermann Jónasson, og formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur
Thors, sátu ekki í ríkisstjórn undir forsæti hins. Raunar kemur fram hjá Þór-
arni, að Hermann hafi gefið kost á því eftir kosningar 1953 að vera í ríkis-
stjórn undir forsæti Ólafs, ef Hermann fengi bæði ráðuneyti utanríkismála
og dómsmála, eins og Bjarni Benediktsson hafði fengið 1950-53 í ríkisstjórn
Steingríms Steinþórssonar. Ólafur neitaði, og Hermann tók ekki sæti í ríkis-
stjórninni (bls. 239). Þessari stjórnarsamvinnu lauk síðan 1956; Framsókn
gekk til kosninga í bandalagi við stjórnarandstöðuflokk, Alþýðuflokkinn, og
Hermann myndaði síðan ríkisstjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokks. „Eiðrofs-
málið" varpaði sem sagt löngum skugga á tengsl Framsóknar- og Sjálfstæðis-
flokks, en einkum á samskipti formanna flokkanna tveggja.
3) I fyrra bindi af Sókn og sigrum hafði komið fram, að Framsóknarflokkur-
inn notaði prófkosningu við val á landslista árið 1922 (bls. 81) og árið 1926
(bls. 115). Þátttaka var mjög almenn; þannig bárust um 1600 atkvæðaseðlar
árið 1926, en flokkurinn fékk tæp 3500 atkvæði í kosningunum.
í þessu bindi segir Þórarinn, að prófkjörsleiðin hafi komið til álita til að
skera úr um ágreining um framboðsmál Jónasar Jónssonar, fyrrum formanns
flokksins, í kjördæmi hans, Suður-Þingeyjarsýslu, árið 1946 (bls. 154) og að
skoðanakönnun hafi farið fram um skipan lista flokksins í bæjarstjórnar-
kosningum í Reykjavík árið 1954 (bls. 246). Þetta eru upplýsingar um skoð-
anakannanir/prófkjör innan Framsóknarflokksins fyrr á tímum, sem ég hef
hvergi rekist á áður.
Þegar fyrstu lög Framsóknarflokksins frá 1933 eru skoðuð, kemur í ljós, að
fyrir prófkosningum var heimild, sbr. eftirfarandi ákvæði:
Fulltrúaráð flokksfélaga, sem nær yfir heilt kjördæmi, skal ákvarða
hverjir séu í kjöri af flokksins hálfu í kjördæminu við kosningu
til Alþingis eða bæjarstjórnar. Þó skal jafnan láta fara fram próf-
kosningu meðal félagsbundinna flokksmanna, eða stuðnings-
manna flokksins, þar sem flokksfélög ná ekki yfir, ef þess er ósk-
að af 1/4 hluta fulltrúaráðsins eða 50 kjósenda flokksins í kjör-
dæminu, og skal sá vera í kjöri sem flest hefir atkvæðin. (Tíminn,
12. febr. 1934).
Af Sjálfstæðisflokknum er það að segja, að hann notaði oft „prófkosningu"
við val á framboðslista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík, en
einnig í þingkosningum, a.m.k. bæði í Reykjavík og á Akureyri fyrir kosn-
'ngar 1946 (Morgunblaðið, 16. og 17. apríl 1946). I lögum Sósíalistaflokksins