Saga - 1987, Blaðsíða 273
RITFREGNIR
271
fvrir norska síldveiðimenn, varð orsök þeirrar skoðunar hjá þeim, að það
væri heillaráð að hafa hjer hvalveiðistöðvar. Slík útgerð hlvti að borga sig
vel...".
Öllum má vera ljóst, að þótt upphaí Langevrarstöðvarinnar fvlgdi í kjölfar
þessa hafísárs, þá hlvtur að vera röklevsa að telja hafþökin 1882 hafa orðið til
þess að hvetja menn sérstakiega til hvalveiða.
Par sem um var að ræða fvrstu norsku hvalveiðistöðina af mörgum, er
nauðsvn, að upphaí og aðdragandi verði rannsakað betur, ef hægt er sakir
heimildaskorts.
Rétt til garnans er hér sett fram tilgáta um atburðarás, að sumu levti bvggð
á heimildum, annað þarf að kanna betur.
Mons Larsen Kro frá Bokn í Noregi kom með síldveiðileiðangur til
íslands árið 1879 og levsti borgarabréf á Eskifirði 21. júní um sumarið.
Mons Larsen, sem var af léttasta skeiði (fæddur 1813), átti dætraláni
að fagna og hafði fríða t'ylkingu tengdasona með í för. 1 leiðangrinum
voru fjögur skip. Einu þeirra stýrði hann sjálfur, en tengdasvnirnir,
Areinit Anda, Peder Ainlie og Arne Lothe, stvrðu hinum þremur. Veiðar
þessar gengu skaplega um sumarið og nægjanlega vel til þess, að
Mons Larsen settist að á Eskifirði og stundaði veiðar þaðan næstu ár.
Af Peder Amlie er hins vegar það að segja, að hann sendi síldveiði-
leiðangur til íslands árið 1880 og nú í félagi við Kongshavn, útgerð-
armann í Haugasundi, og Jacob Odiand, sem löngu síðar sneri sér að
hvalveiðum. Amlie og menn hans fóru vestur í ísafjarðardjúp, reistu
þar hús og stunduðu veiðar um sumarið.
Næstu tvö ár sigldi Ludolf Eide, sem einnig var frá Haugasundi,
vestur í Djúp til síldveiða.
Norsku síldveiðimennimir urðu varir við mikla hvalagengd í utan-
verðu ísafjarðardjúpi og hugðu gott til glóðarinnar.
Mons Larsen og tengdasvnimir þrír stofnuðu því fvrirtæki um
veiðamar og fengu Svend Foyn, sem réð vfir tækniþekkingunni, í lið
með sér. Peder Amlie þekkti vel staðhætti vestra og gat bent á Lang-
evri sem ákjósanlegan stað undir hvalveiðistöð.
Þegar Fovn gekk úr skaftinu, fékk Peder svo Thomas bróður sinn til
að standa fvrir rekstrinum.
Þetta er auðvitað aulasagnfræði, en eftir stendur, að fjölskvldutengslin
voru með þessum hætti, tengdasvnimir áttu allir hluh í fvrirtækinu, Thomas
Amlie og Peder Amlie vom bræður, og hinn síðamefndi var vestra árið 1880.
Aðra þætti þarf að rannsaka betur.
I næstu köflum tekst höfundi prýðilega að lýsa samskiptum Islendinga og
Norðmanna og tvnir til ótal atriði varðandi þau áhrif, sem norsku hvalveiði-
mennirnir höfðu á íbúa í næsta nágrenni stöðvanna. Þessar brevtingar vom
af margvíslegum toga. Nærtækastar vom þær efnahagslegu, efling viðkom-
andi sveitarfélaga, aukin peningaverslun, hagræði af ódvmm matföngum
o.fl.
En þetta svið var mikJu stærra, og það rekur höfundur skilmerkilega. Ýms-
ar framfarir í verklegum efnum má rekja til kvnna íslendinga af norsku hval-