Saga - 1987, Blaðsíða 59
VIÐ RÆTUR KIRKJULEGS REGLUVELDIS Á ÍSLANDI
57
65-69), virðist ástæðulaust að rengja þann vitnisburð Hólabiskups að
um 1748 hafi flestir prestar í stiftinu verið farnir að halda prestsþjón-
ustubækur. Því miður verður þetta ekki beinlínis sannreynt þar sem
Hólabiskupar tilgreina ekki í frásögn sinni af vísitasíu einstakra sókna
hvort eða hvernig prestar fóru eftir fyrirmælum um kirkjubókhald.1
Þó að til þessa væri ætlast skv. erindisbréfi handa biskupum, verður
þess ekki vart að yfirvöld í Kaupmannahöfn hafi gert athugasemd við
þennan lapsus.
Aftur á móti gengu yfirvöld ríkt eftir því að biskupar söfnuðu upp-
lýsingum um annað sem ákveðið var í erindisbréfinu, þ.e. „Ungdom-
mens ungefærlige Antal og i Almindelighed befundne Kundskab, om
den kan læse i Bog, om udenad...".2 í áðurnefndu bréfi Halldórs bisk-
ups frá 1748 er próföstum fyrirlagt að láta presta senda sér árlega, í
formi umburðarbréfs, auk töflu yfir fædda og dána, „Salna Registur
yfer Ungdomen... efter medfilgiande formular...".3 (Sjá framar s. 52,
1. mynd.) Frá próföstum gengu upplýsingarnar síðan til Hólabiskups
sem vann úr þeim árlega skrá yfir catechisandos - þá sem sóttu fræðslu
1 kirkju fyrir fermingu og næstu ár þar á eftir - og sendi hana síðan til
kirkjustjórnarráðsins.4 Þar sem hin miðstýrða fræðsluviðleitni beind-
lst fyrst og fremst að ungdóminum, var með þessum hætti hægt að
láta við það sitja að prestar gerðu skrá yfir hann einan - sálnaregistur
yfir ungdóminn; að því studdi hin aðsenda fyrirmynd sem bar þessa
s°mu fyrirsögn. En um leið var yfirleitt sniðgengin krafan um „eitt
^anntals registur".5
B)a Þjskjs. KI-6 (1748): „Visitations Relation" Halldórs Brynjólfssonar, 19/9; Kl-8
(1750): „Visitations Relation" Halldórs Brynjólfssonar, 29/9; K1-V7 (1760): [Ind-
beretning) Gísla Magnússonar af vísitasíu hans, 18/9.
2 lovs. for Isl. 2 (1746), 654.
Sjá tilvísun í aftanmálsgr. 1. - Líklega eru bæði „töfluformin" runnin frá Ludvig
Harboe. Hann mun hafa sent þau próföstum í Skálholtsstifti 1744 „.. .pá det hos alle
kunde være en Uniformitet." (Sps. A IV, 42: Bréf frá Ludvig Harboe til prófasts
Hnns Jónssonar, 10/11 1744.)
4 Sjá Loftur Guttormsson: Bernska, ungdómur ..., 88-89. - Árið 1750 lýsti GKIC
anægju sinni með gerð þessara fræðsluskráa og óskaði um leið eftir töflu yfir „Cat-
echisations bornenes Tall." (Þjskjs. Bps. B IV, nr. 22 (1746-1791): Bréf til Halldórs
Brynjólfssonar, 9/5 1 750.)
3 Ljóst er að biskupi og próföstum hefur gengið misjafnlega að heimta frumgögn af
e>nstökum prestum til þess að gera fræðsluskrána svo vel úr garði sem skyldi. Sjá
aftanmálsgr. 6.