Saga - 1987, Blaðsíða 147
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
145
sinni skilið að kallast einkafyrirtæki, þar eð þeim sé haldið uppi með
beinum ríkisstyrkjum og tollvernd „af hendi hinnar voldugustu
þjóðar". í bréfi þessu frá 1. mars kvaðst Jón Guðmundsson geta fallist
á þá kenningu Jóns Sigurðssonar, að alþingi gæti sett ýmis skilyrði og
bætir síðan við:
En sem sagt, ég fortek ekki, hvaða ástæður þú kannt að hafa
fyrir sjálfu aðsetursmáli Frakka, en það, sem ég hefi um það
sagt, er einlæg sannfæring mín sjálfs. Sé hún skökk, - þá er
hún það af því ég hef ekki betur vit á en hvorki af hrekkjum
eða því að aðrir hafi blekkt mig. Pá skal ég brátt láta mér segj-
ast um það, ef ég fæ betri rök en þau, sem enn eru komin.
Hér má lesa milli línanna, að Jón Guðmundsson, sem þekkir hug
Jóns Sigurðssonar úr mörgum bréfum, veit, að nafni hans muni á
alþingi sækja það fast, að þingið loki ekki öllum leiðum til samkomu-
Hgs við Frakka. En hann biður um ný rök.
í lok júní 1857 fóru þingmenn að tínast til Reykjavíkur. Einn þeirra
var séra Jón Hávarðsson á Skorrastað í Norðfirði, þingmaður Sunn-
mýlinga. Hann hafði meðferðis bænarskrá til alþingis, sem samþykkt
hafði verið „á frjálsum fundi í Suður-Múlasýslu í maímánuði 1857".
Bænarskráin var undirrituð af 125 Austfirðingum, og var bón þeirra
su, að „Frökkum ekki verði leyft fiskiverkunarpláss á íslandi."1 í bæn-
arskrá Sunnmýlinga er m.a. vísað til þeirrar hættu, sem þjóðerni
íslendinga geti stafað af erlendu fjölmenni í landinu og segir þar svo:
Fyrir hinu heiðraða þingi viljum vér ekki útlista hverju vér
töpuðum, ef vér misstum þjóðerni það, sem forfeður vorir í
margar aldir hafa verndað sem hinn ágætasta helgidóm, en
vér viljum vekja athygli þingmanna á því, hvort þjóðerni voru
ekki geti orðið hætta búin með því að 10.000 útlendra manna
setjist að í landi voru á einum eður fáum stöðum og þannig
verði langmesti hluti íbúa þeirra héraða, sem næst þeim liggja.
í bænarskrá Sunnmýlinga er síðan bent á önnur rök gegn leyfisveit-
lngu til Frakka og því m.a. haldið fram, að ástæða sé til að óttast
Hansmennina:
1 Bókasafn Alþingis: Alþingismál 1857. Bænarskrá Sunnmýlinga frá „frjálsum fundi
■ Suður-Múlasýslu í maímánuði 1857". Annað eintak af bænarskránni er í Lbs. JS
113 fol.
r~
10