Saga - 1987, Blaðsíða 35
LÚTHER f fSLENZKRI SAGNFRÆÐI
33
„hans hátignar stórhertogans af Hessen og við Rín" um að styrkja
rninnismerki Lúthers svöruðu íslendingar með því að skjóta saman
1480 ríkisdölum (Lúðvík Kristjánsson 1961, bls. 190). Jafnvel Páli Mel-
steð blöskraði.
Páll Melsteð, sem sumum þykir enn þann dag í dag meistarinn
mikli hinnar sögulegu frásagnar, kemur annars undarlega lítið við þá
sögu, sem hér er rakin. Páll sér að heita má lítið annað en svart og
hvítt, og Lúther er í augum hans verkfæri guðlegrar forsjónar. í því
nti Páls, sem víðast mun hafa farið og mest verið lesið, Mannkynssögu-
agripi hans, er málum svo komið fyrir siðaskiptin að „myrkrið haföi
þvínær sigrað ljósið. Pá tók Drottinn í taumana og sendi trúarhetjuna
Martein Lúther fram á vígvöllinn" (Páll Melsteð 1878/9, bls. 171). Önn-
ur rit Páls breyta í engu þessari mynd.
Ekki munu sagnfræðingar á vorum dögum notast við orsaka-
skýringar eins og þá, að „Drottinn taki í taumana". Nógar eru þær
„lógísku ógöngur", sem maður ratar í, samt. En það má ekki heldur
gleyma því, að Páll fæddist 1812 og átti í mesta basli með að skapa sér
viðunandi starfsferil. Pað væri meira en lítið ósanngjamt að búast við
emhverjum íslenzkum Ranke þar sem hann er; maður sem raunveru-
lega átti aldrei viðunandi starfsaðstöðu að fagna til þess að semja þau
nt, sem þó frá honum komu.
Aftur á móti mætti ætla, að kennari og síðar lektor við Prestaskól-
ann í Reykjavík, Helgi Hálfdanarson, væri ögn meira í takt við tím-
ann og vísindalega sagnfræði. Svo er þó vart að sjá af ritinu Lúthers
minning, sem út kom 1883. Upphafsorð eru þessi: „Hinn 10. dag nóv-
embermánaðar á þessu ári voru liðin rjett 400 ár, síðan hinn mikli
guðsmaður, trúarhetjan, sannleikshetjan og frelsishetjan MAR-
TEINN LÚTHER var í heiminn borinn" (Helgi Hálfdanarson 1883,
bls. 3). Bók Helga er hátíðarrit í tilefni 400 ára afmælis trúarleiðtog-
ans. Það er því einkar eðlilegt, að Helgi vilji hlut hans sem mestan,
°g einhverjar skoðanir verða menn þó að mega hafa, hvað sem öllu
hlutleysi líður. En það er í samræmi við þessi upphafsorð, að Helgi
setur sig strax í sóknarstöðu gegn kaþólskum og minnir að því leyti
eilítið á meistara Hálfdan. Ritið er sem sé býsna mikið deilurit og það
svo mjög, að af 62 blaðsíðum fara 18, eða hartnær þriðjungur, í það
að rekja „Höfuðgalla kirkjulærdómsins og kirkjulífsins fyrir Lúthers
daga". Þetta er að vísu rökstutt með því (op.cit., bls. 4), að það
se nauðsynlegt til skilnings á „siðbót Lúthers" og er sjónarmið út af
3