Saga - 1987, Blaðsíða 272
270
RITFREGNIR
í öðrum hluta er greint frá veiðum við ísland 1863-1915, en þetta tímabil
mætti sem best kenna við Norðmenn, sem voru stórtækastir á tímabilinu.
Þriðja veiðitímabilið var svo á milli stríða og lauk 1939. Hér sakna menn
eflaust umfjöllunar um rekstur Hvals h/f í Hvalfirði og hrefnuveiðar frá Vest-
fjörðum og Norðurlandi á síðustu áratugum. Slíkur kafli hefði verið forvitni-
legur vegna samanburðar við fyrri tíð. Hér má svara með þeim gagnrökum,
að með þessum viðbæti hefði stærð bókarinnar farið úr böndum, og hér sé
frekar um að ræða efni í aðra bók.
Væri revndar óskandi, að Trausti tæki þessa hugmynd til athugunar og
hvgði að því, hvort ekki væri grundvöllur fyrir öðru bindi. Þetta leiðir einnig
hugann að því, hvort aðstandendur ritraðarinnar hafi ekki njörvað stærð
einstakra binda óþarflega niður.
Auk framangreindra tímaskeiða fjallar höfundur ýtarlega um samskipti
fslendinga við erlenda hvalveiðimenn og þann hag, sem landsmenn höfðu af
nvrri atvinnugrein. Alls skiptist bókin í sex kafla, að viðbættum viðauka með
töflum og skýringum. Loks eru ýtarlegar skrár, sem sjálfsagt er að fylgi slíku
riti.
Höfundur notar gífurlegan fjölda heimilda og vísar jafnan dyggilega til
þeirra neðanmáls og á hrós skilið fyrir það, enda er ákaflega hvimleitt, þegar
sagnfræðingar beita þeirri aðferð að hnýta tilvísanir aftan í hvern kafla eða
jafnvel í bókarlok, sem er verstur kostur.
Hér skyggir þó á ágætar tilvísanir og glöggar, að einnig eru neðanmáls
vmsar skýringar og aukakaflar, sem helst ætti annaðhvort að fella inn í meg-
inmál eða sleppa ella. Þegar neðanmálsgreinar eru notaðar ótæpilega, klifra
þær upp eftir síðunum, og þegar þær ná upp á miðja síðu, fer uppsetningin
að minna ískyggilega á hið ólæsilegasta í 18. aldar ritum.
Höfundur leitar víða fanga í heimildasöfnun sinni, og telja verður natni
hans aðdáunarverða, sérstaklega í kaflanum um veiðar Baska við fsland.
Þar er farið um langan veg í tíma og rúmi, nægjanlega til að skapa heillega
mvnd af veiðum þessarar kjarkmiklu þjóðar, sem sótti veiðarnar af ótrúlegu
kappi allt norður í Dumbshaf.
Þegar kemur að veiðum 1863-1915, verður heimildaöflun öll auðveldan,
enda stvttra að leita fanga, þar sem flestar heimildir eru sóttar til Noregs eða
íslands, ef allra fyrstu árin eru undanskilin. Hér verður líka stuðningur af
tveimur merkum norskum ritum eftir þá Risting og Tönnesen.
Það er líka í þessum kafla, sem fyrst koma fyrir atriði, þar sem spumingar
vakna hjá lesanda, hvort ekki mætti kafa dýpra og beita meiri nákvæmni.
Á bls. 50 og næstu síðum fjallar höfundur um upphaf að veiðum Norð-
manna við ísland og byggingu fyrstu hvalveiðistöðvarinnar á Langeyri við
Álftafjörð. Hann getur þess, að upphafið megi rekja til norskra síldveiði-
manna, enda höfðu upphafsmennimir stundað hér síldveiðar í nokkur ar.
Hér hefði þurft ýtarlegri umfjöllun. Hverjir voru hluthafar fyrirtækisins, og
hvemig tengdust þeir innbyrðis, og hvemig tengdist Mons Larsen, sem hafði
allan sinn rekstur á Eskifirði og bjó þar um skeið, þessu vestfirska fyrirtæki?
Höfundur er líka óheppinn með tilvitnun í Síldarsögu Matthíasar Þórðar-
sonar, en þar segir m.a.: „Hafísárið mikla 1882, sem var svo mikið örreytisar