Saga - 1987, Blaðsíða 225
RITFREGNIR
223
Auk myndaskrár fylgja bókinni skrár yfir mannanöfn, staðanöfn og nokk-
Ur atriðisorð. Auka þær verulega gildi bókarinnar sem handbókar. Atriðis-
orðaskrá hefði mátt vera ítarlegri. Þar er aðeins að litlu leyti við höfund að
sakast. Sögufélagið hefði átt að sjá til þess að slíkt verk hefði verið unnið
r*kilega.
78 myndir prýða bókina. Hrefna Róbertsdóttir annaðist myndaritstjórn.
Itarlegur myndatexti fylgir og myndaskrá með upplýsingum um ljósmynd-
ara og hver veitti upplýsingar um myndirnar og leyfi til birtingar. Er það til
fyrirmyndar. Sumar þessara mynda hafa birst áður, aðrar ekki. Myndirnar
tengjast vel efninu á síðunum í kring. Það hefði mátt lesa meira út úr sumum
myndanna og nýta þær þannig betur sem heimildir. Einnig hefðu myndir
matt vera fleiri, en þær eru þó margfalt fleiri en í fyrri Reykjavíkurbókum
Sögufélags. Þannig hefði verið gaman að sjá myndir af öllum þeim býlum
sem voru innan bæjarlandsins, loftmyndir frá Landmælingum frá ýmsum
rimum og málverk og teikningar listamanna af landslagi og mannlífi. Mynd-
lrnar eru látnar blæða, eins og það er kallað á prentaramáli, þ.e. fylla út í
spássíurnar en fylgja ekki dálkbreiddinni. Hins vegar eru gæði myndanna
ekki eins og þau gætu best verið því þær eru ekki prentaðar á harðan glans-
andi eða hálfmattan pappír sem gefur meiri prentgæði. Ef prentað er á gæða-
Pappír verður prentunin dýrari og einnig erfiðara að lesa meginmálið á síð-
Um sem spegla ljós. Ef hafðar eru sérstakar myndasíður á gæðapappír tengj-
ast myndirnar ekki eins vel efninu. Þó tel ég að betri niðurstaða hefði fengist
með hálfmöttum 135 gr pappír, en þá hefði bókin orðið dýrari og kannski á
skjön við aðrar bækur í þessum bókaflokki.
I bókinni eru þrjú kort, fjögur línurit og fimmtán töflur, og skrá yfir allt
Saman fremst í bókinni. Allt er þetta til bóta og veitir okkur betri innsýn í líf
forfeðra okkar. Hins vegar eru nokkrar minni töflur, síst ómerkari, inni í
meginmáli bókarinnnar sem Þórunn hefur ekki talið ástæðu til að merkja
sem slíkar og þær eru því ekki í skránni. Þetta tel ég miður því þær eru allt
eins mikilvægar og hinar.
Erfitt getur verið að bera saman ólíkar bækur, en af þeim Reykjavíkurbók-
Um sem komu út á afmælisárinu fannst mér mest spunnið í Sveitina við
sundin. Greinilegt var að þar hafði verið vandað mest til vinnunnar, setið
lengst við og beitt þeim aðferðum við úrvinnslu sem best gerist í íslenskri
Sagnfræði. Að hætti góðra bóka seldist fyrsta prentun upp á stuttum tíma, en
ookin er fáanleg aftur endurprentuð. Sveitin við sundin er sennilega ein allra
besta bókin sem kom út á árinu 1986. í senn fróðleg og skemmtileg.
Höfundur vann að verkinu á fjórða ár á námslánum og styrkjum frá ýms-
Um aðilum. Það ríður enginn feitum hesti frá íslensku styrkjakerfi. Því er
jóst að menningarstarf Þórunnar hefur verið hugsjónabarátta. Enda segir
Eún í viðtali við DV 16. ágúst 1986: „Ég lít satt að segja á það sem lífsgæði að
a að koma sér upp sérþekkingu á sviði eins og sögu bæjarins. Ég legg það að
Jöfnu við einbýlishús." Mættum við eiga færri einbýlishús en fleiri hugsjóna-
menn eins og Þórunni. Áfram Þórunn.
Magnús Guðmundsson