Saga - 1987, Blaðsíða 203
GOZEWIJN COMHAER SKÁLHOLTSBISKUP 1435-1446
201
En hann getur ekki hafa beðið Gozewijn að gerast biskup í Skálholti
fyrir 1433, vegna þess að embættið losnaði ekki fyrr en þá.
Jón Gerreksson var biskup í Skálholti frá 1430 til 1433. Hann hafði
áður verið erkibiskup í Uppsölum, en Marteinn páfi V. hafði svipt
hann því embætti vegna ósæmilegrar hegðunar. Jóni Gerrekssyni
tókst þá að vinna hylli Eiríks konungs og tryggja sér biskupsstólinn í
Skálholti. En hann kom sér ekki miklu betur á íslandi en í Svíþjóð,
framferði hans og sveina hans leiddi til þess, að landsmenn sóttu að
honum og drekktu. Eiríkur konungur þurfti því á traustum manni að
halda, sem ekki léti stjórnast af eigin hagsmunum. Slíkur maður virt-
!st honum Gozewijn.
Spyrja má, hvers vegna Gozewijn varð við þessari málaleitan.
Hann hlýtur að hafa verið kominn á sextugsaldur, þegar hann tók við
embætti, og var af léttasta skeiði til að ferðast um veglaust land. Fólk-
>ð var auk þess fátækt, og ýmsar nauðsynjar, þó ekki væri nema til
guðsþjónustunnar, voru ófáanlegar. Plágan mikla hafði orðið mann-
skæð í byrjun 15. aldar og sér í lagi hafði hún gengið nærri presta-
stéttinni. Samkomulag var hvorki gott milli Skálholtsstóls og Hóla-
stóls né milli Skálholtsbiskups og erkistólsins í Niðarósi, sem ísland
heyrði undir.
Skýring þess að Gozewijn skyldi þrátt fyrir þetta láta til leiðast,
hlýtur að vera sú, að hann hafi litið á þetta sem köllun sína og reglu-
hræður hans hafi verið sömu skoðunar. Þeim mun hafa verið ljóst, að
' Þessa stöðu þyrfti samviskusaman mann, sem léti vel að umgangast
fólk. Gozewijn var slíkur maður.
Á íslandi
Um Það bil þrjú ár liðu frá dauða Jóns Gerrekssonar 1433, þar til
h'mabil Gozewijns Comhaers sem Skálholtsbiskups hófst. Engar
eimildir hafa varðveist um kjör hins nýja biskups og ekki heldur um
^iskupsvígsluna. Fyrsta frásögnin, sem nokkurt hald er í, er ekki frá
anmörku, eins og við mætti búast, heldur frá Englandi. Það er skjal,
agsett 22. nóvember 1436. í þessu bréfi, sem Hinrik VI gaf út í West-
hunster, stendur, að biskupi skuli heimilt að fara til íslands með
y gdarliði og að skipa út vistum, nauðsynjum til guðsþjónustuhalds,
vefnaðarvöru og þess háttar. Á næstu árum, þ.e.a.s. 1438 og 1440,