Saga - 1987, Blaðsíða 268
266
RITFREGNIR
bókarinnar, virðist allt hafa tekist með ágætum þegar kemur að myndefninu,
aðaluppistöðu og meginþætti bókarinnar. Frá því er svo gengið að til sóma er
bæði höfundi og útgefanda.
Haraldur Sigurðsson
Sigurjón Sigtryggsson: FRA HVANNDÖLUM TIL ÚLFS-
DALA I—III. Þættir úr sögu Hvanneyrarhrepps. Sögu-
steinn - Bókaforlag. Reykjavík 1986. 1107 bls. Myndir og
skrár.
Rétt fyrir jól á síðasta ári kom í bókabúðir allsérstætt ritverk. Pað var þriggja
binda verk eftir tiltölulega lítt þekktan fræðimann, og fjallaði það um byggð-
ina á nyrsta hluta Tröllaskaga, milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, nánar til tek-
ið byggðina frá Hvanndölum að Máná vestan megin. Nefnist þetta sveitarfé-
lag í ritinu einu nafni Hvanneyrarhreppur, enda þótt sú nafngift gilti einung-
is um allt svæðið á tímabilinu 1807-1918.
Ritið hefst á fimm smáköflum (alls 41 bls.), sem bera sameiginlega yfir-
skrift: Byggðin til forna.
Fyrsti smákaflinn nefnist Landnám, og hefst hann á örstuttri lýsingu
byggðarlagsins. Er ástæða til að staldra við hina kraftmiklu lýsingu höfund-
ar:
Samfelld fjallaþyrping með hvassbrýndum eggjum og vindsorfnum
tindum. Himinhá flugabjörg við sjó fram. Fjallahlíðar snarbrattar,
gróðurlitlar skriður með mjóum grasgeirum á milli.
Norðan og norðaustan í þessa hamraveggi skerast þrír smáfirðir.
Hlíðar þeirra eru snarbrattar frá fjallseggjum í sjó niður - nánast
hægt að hugsa sér að einhver bergrisi hafi höggvið öxi sinni eða at-
geir í björgin og klofið þau um leið og hann öslaði framhjá. Undir-
lendi er því ekkert með sjónum, en innaf fjörðunum eru dalverpi,
þar sem nokkrum bæjum var tyllt í misbrattar hlíðar. (Bls. 11)
Að undanteknum Ólafsfirði, sem er innstur þessara þriggja fjarða (hinir
eru Héðinsfjörður og Siglufjörður), er þetta sögusviðið. Það er jafnframt
landnám Þormóðs ins ramma. Er talið, að þetta land hafi verið numið fremur
seint, líklega ekki fyrr en á fyrsta fjórðungi tíundu aldar.
Næsti smákafli nefnist Fjöll og leiðir. Þar þræðir höfundur byggðina frá
Hvanndalabjargi að Mánárskriðum. Hann gefur greinargott yfirlit með fjölda
örnefna og greinir frá helstu leiðum inn í byggðarlagið og út úr því. Er þar
yfirleitt um hina torfærustu fjallvegi að fara, sem sjaldnast eru færir öðrum
en gangandi mönnum. Þessi kafli er að sjálfsögðu mjög mikilvægur til skiln-
ings á mörgu af því sem á eftir kemur.
Örstuttur kafli nefnist Hreppamörk, og er þar skýrt frá breytingum, sem
orðið hafa í þessu tilliti á umliðnum öldum.
Kafli sem nefnist Kirkjusóknin er öllu matarmeiri. Aðalkirkja mun hafa
verið á Siglunesi fram til 1614, en eftir það á Hvanneyri. Hálfkirkjur eða bæn-